Andvari - 01.01.2002, Page 159
andvari
ER HÆGT AD LEIKGERA LAXNESS?
157
Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla) og Gunnar Eyjólfsson (Búi Arland) i kvikmynd
Þorsteins Jónssonar, Atómstöðin, 1984.
efnalega sjálfstæðan mann, fullfæran um að bjóða henni að stiga inn í hið
hefðbundna eiginkonuhlutverk sem hún fyrirlítur, eða hvort hún mætir hon-
um á jafnréttisgrundvelli, sem bjargvættur. Hér fær hún ekki heldui neitt fé
hjá organistanum, aðeins blómin, og mega aðrir reyna að ráða í hvað þau geta
táknað í þessu samhengi. Endir myndarinnar fær fyrir vikið ákaflega mikið
hollýwood-bragð og bætir ekki úr skák myndræn úrvinnsla sem er gamal-
kunnug: parið leiðist burt og myndavélin horfir á eftir því, væntanlega á vit
dásamlegrar framtíðar.
Eins og hér er í pottinn búið má spyrja hvort ekki hefði verið langhieinleg-
ast að strika organistann einfaldlega út og gera söguna að hreinræktaði i póli-
tískri dæmisögu. Trúlega hefði það gengið alveg upp, en líklega hefur virð-
ingin fyrir skáldinu og verki hans verið þar sá þröskuldur sem handritshöf-
undar treystu sér ekki yfir. En burtséð frá þessu fylgir myndin vandlega þeirri
línu, sem mörkuð er í upphafi, og lúta fleiri breytingar að því að styrkja hinn
pólitíska þátt, t. d. endurtekin fundahöld í stofum Búa Árlands og fyrrnefnd
gönguferð um Hvalfjörð. Beinamálið og miðilsstandið í kringum það er með,
en allt öðruvísi en í sögunni, því að hér eru beinin jarðsett norður í landi, í
heimadal skáldsins, og fer útförin fram frá hinni nýju kirkju Fals bónda.