Andvari - 01.01.2002, Side 163
andvari
ER HÆGT AD LEIKGERA LAXNESS?
161
um ekki lengur þann dulda ótta, sem Ugla hlýtur að finna til þegar hún vel-
ur sér hlutskipti að lokum. Þar með er Atómstöð leikhússins orðin fátæklegri
skáldskapur en sá sem hrífur okkur í texta skáldsins sjálfs.
Frumsýningar í íslensku atvinnuleikhúsi (leiksviði) á leikgerð-
um eftir skáldverkum Halldórs Laxness.
Sleppt er til hægðarauka að geta þeirra sem eru taldir höfundar fyrstu leikgerðanna, enda mun
höfundur sjálfur, eins og að framan getur, jafnan hafa haft þar verulega hönd í bagga.
Islandsklukkan, 22.4. 1950 (Þjóðleikhús)
Kristnihald undir Jökli, 20.6. 1970 (L.R.)
Atómstöðin, 14.3.1972 (L.R.)
Sjálfstætt fólk, 23.4. 1972 (Þjóðleikhús)
Salka Valka, 28.1. 1972 (L.R.)
Atómstöðin, 7.10. 1982 (leikgerð: Bríet Héðinsdóttir, L.A.)
Hús skáldsins, 26.12. 1982 (Þjóðleikhús)
Ljós heimsins, 24.10 1989 (L.R. - opnun Borgarleikhúss)
Höll sumarlandsins, 26.10. 1989 (L.R. -opnun Borgarleikhúss)
Hið ljósa man, 9.3. 1996 (leikgerð Bríet Héðinsdóttir, L.R.)
Vefarinn mikli frá Kasmír, 11.4. 1997 (leikgerð: HalldórE. Laxness, L.A.)
Sjálfstætt fólk, 21.3. 1999 (Bjartur- Landnámsmaður íslands og Ásta Sóllilja-lífsblómið, leik-
gerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Þjóðleikhúsið).
Salka Valka, 22.10.1999 (Salka-ástarsaga, leikgerð: Hilmar Jónsson og Finnur Amar Arnars-
son, Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör og Annað svið)
TILVÍSANIR
Sjá Jökull Sævarsson, „Laxness í leikgerð. Leiksýningar, útvarpsleikrit, sjónvarpsmyndir og
kvikmyndir byggðar á verkum Halldórs Laxness“ í Þar ríkirfegurðin ein - öld með Halldóri
faxness (sérútgáfa af Ritmennt, ársriti Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns, 7, 2002).
Sjá Sveinn Einarsson, „Kristnihaldið“, Skíma, málgagn móðurmálskennara, 1. tbl. 2002.
Eyvindur Erlendsson sagði frá því í sjónvarpsviðtali við greinarhöfund að Halldór hefði eitt
sinn gert sér orð á meðan Eyvindur var við leikstjórnamám í Moskvu á sjöunda áratugnum.
Erindið var að biðja Eyvind, sem þekkti Halldór þá ekki neitt, um að líta á æfingar á rúss-
neskri leikgerð eftir Atómstöðinni sem einhver leikflokkur í Moskvu stóð að. Ekki gast Ey-
vindi betur en svo að því sem þar fór fram að hann varaði höfundinn við og lét Halldór þá
stöðva æfingar. Sjá myndband í eigu Samtaka um leikminjasafn. Sagan sýnir að Halldóri
,Var fullljóst að slæmar leikgerðir gæti spillt orðspori hans sem skálds.
Sjá Jón Viðar Jónsson, „Var Halldór Laxness gott leikritaskáld?“ í Laxness og leiklistin,
sýningarskrá með leikminjasýningu í Iðnó 13.4. -1.5. 2002 á vegum Samtaka um leikminja-
safn (Rvík 2002). Textar sýningarinnar eru einnig ásamt margvíslegu myndefni á heimasíðu
samtakanna, www. leikminjasafn.is. í ritgerðinni er vísað til helstu skrifa um leikritagerð
Halldórs Laxness.