Andvari - 01.01.2002, Page 168
166
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
ineð verkinu og ekki er ólíklegt að hann hafi litið á þýðinguna sem nokkurs
konar prófstein á kunnáttu og getu Valtýs, sem þarna fékk einnig ágæta þjálf-
un í fræðilegum vinnubrögðum og tækifæri til að auka þekkingu sína og til
að sýna hvað í honum bjó.
Þetta mál sýnir okkur einnig ýmsa eðliseiginleika Valtýs, sem áttu eftir að
fleyta honum langt. Hann var löngum höfðingjadjarfur og ókvalráður, hikaði
ekki við að taka að sér vandasöm verkefni og víst má það kallast djarft af
stúdent á öðru ári í námi að skora á kennara sinn að láta þýða bók á erlent
tungumál og taka sjálfur að sér að annast þýðinguna og semja við hana við-
bótargreinar.
Málmyndalýsingin hlaut ágætar viðtökur hér heima. Bjöm M. Ólsen skrif-
aði um hana ítarlegan ritdóm í Suðra, þar sem hann fagnaði útgáfu bókarinn-
ar og hældi Valtý fyrir þýðinguna, þótt ekki væri hann sammála ýmsum
nýyrðum hans.9 I svipaðan streng tók Jón Þorkelsson rektor, sem skrifaði
stutta grein um bókina í Isafold. Hann lagði þó engan dóm á þýðinguna.10
III
Valtýr Guðmundsson lauk meistaraprófi í norrænum fræðum frá Hafnarhá-
skóla 31. mars 1887 og sneri sér þá strax að því að skrifa doktorsritgerð um
húsaskipan og híbýlahætti íslendinga á söguöld, en kveikjan að því var rit-
gerðarefni, sem honum var sett fyrir á meistaraprófi. Doktorsvömin fór fram
9. febrúar 1889 og var það í fyrsta skipti að íslendingur lauk doktorsprófi í
sagnfræði við Hafnarháskóla. Arið eftir var Valtýr skipaður dósent í sögu Is-
lands og íslenskum bókmenntum við skólann, en það embætti hafði Gísli
skáld Brynjúlfsson áður haft á hendi.
Doktorsritgerð Valtýs, Privatboligen pa Island i Sagatiden samt delvis i det
pvrige Norden, kom út hjá forlagi A. F. Hpst & Spns árið 1889. Eins og þegar
hefur komið fram, var hún framhald af tilteknum hluta meistaraprófsritgerðar-
innar og vitaskuld mun fyllri og rækilegri. I doktorsritgerðinni fjallaði Valtýr
ekki aðeins um húsaskipan íslendinga á söguöld, heldur einnig um húsagerð
og híbýlahætti. Ritgerðin var vandlega unnin, byggði á ítarlegri rannsókn
heimilda, og þótt ýmsum nútímamanninum kunni að þykja hún býsna hörð
undir tönn og fomleg að uppbyggingu og framsetningu, var hún óneitanlega
merkileg nýjung í rannsóknum á daglegu lífi Islendinga á þjóðveldisöld.
I inngangi ritgerðarinnar vitnaði Valtýr til greinar, sem norski þjóðfræð-
ingurinn Eilert Sundt ritaði í tímaritið Folkevennen árið 1861, en þar sagði:
Jeg tænker mig, at Oldtidens Bygnings-Skik kanske skulde vise sig i et nyt Lys, naar
man eftir Anvisning fra Nutiden gjennemgik de korte Beskrivelser i Sagaerne saaledes,
at nran særskilt unders0gte Bygnings-Skikken paa Almuefolks og paa Storfolks Gaarde,
\