Andvari - 01.01.2002, Page 180
GUÐRÚN KVARAN
Andans kona og orðabókarpúl
Inngangur
Eitt mesta stórvirki, sem unnið hefur verið í íslenskum fræðum, er Islensk-
dönsk orðabók sem gefin var út á árunum 1920-24. Hún er oftast kennd við
Sigfús Blöndal og kölluð Blöndalsbók eða aðeins Blöndal, og þeir sem starfa
sinna vegna þurfa oft að nota orðabækur komast varla hjá því að fletta upp í
Blöndal. Ekki er ætlunin að rekja sögu þessa verks og áhrif þess á íslenska
orðabókagerð hér heldur draga fram þátt Bjargar C. Þorláksdóttur, eiginkonu
Sigfúsar, sem síðar nefndi sig Þorláksson. Hún vann að bókinni með honum
í tvo áratugi og sneri sér ekki að eigin hugðarefnum fyrr en útgáfan var kom-
in í höfn.2
Allrækilegur formáli er fyrir orðabókarverkinu þar sem Sigfús rekur gang
þess frá upphafi 1903 og til loka 1924, bæði sjálft orðabókarverkið og út-
gáfumálin. Margt er þó enn á huldu, einkum hvað varðar þátt Bjargar, og
sumum spurningum verður ekki lengur svarað. Til þess vantar heimildir sem
varpað gætu ljósi á raunverulegt framlag hennar til orðabókarverksins. Ljóst
er að hún átti verulegan þátt í að afla fjár til þess að orðabókin yrði yfirleitt
gefin út, en erfiðara er að meta þátt hennar í sjálfu verkinu, einkum er á leið.
I þessari grein er ætlunin að draga saman og leggja inat á það sem lesa má út
úr varðveittum heimildum.
Upphaf verks, fyrsta lota 1903-1908
I formála fyrir Islensk-danskri orðabók skrifaði Sigfús Blöndal að hann hefði
hafist handa við orðabókarverkið á sumardaginn fyrsta, 23. apríl 1903, og þá
ekki haft annan samstarfsmann en eiginkonu sína (vii). Það er athyglisvert að
formálinn er skrifaður í fyrstu persónu og bendir það til að Sigfús hafi ekki
litið á verkefnið sem samvinnuverkefni þeirra hjóna heldur sitt eigið sem
hann fékk aðstoð konu sinnar við. Þetta sama má sjá í umsókn um styrk til
Carlsbergsjóðsins sem dagsett er 20. október 1910 og varðveitt er í Lands-