Andvari - 01.01.2002, Page 181
ANDVARI
ANDANS KONA OG ORÐABÓKARPÚL
179
bókasafni-Háskólabókasafni.3 Umsóknin er öll skrifuð í fyrstu persónu og
Bjargar að engu getið. Erfitt er þó að hugsa sér að þau hjón hafi ekki í upp-
hafi lagt sameiginlega á ráðin um hvemig að verkinu skyldi staðið.
Fram kemur í formálanum að fimm ár voru í upphafi ætluð til að safna til
bókarinnar og semja hana. Sigfús var bókavörður við Konunglega bókasafn-
ið í Kaupmannahöfn og tók fram að hann hefði aðeins haft tómstundir eftir
vinnu til að vinna að orðabókinni. Hugmyndin var að safna saman orðaforða
úr útgefnum orðabókum og gefa út bók um samtímamálið. Valdar voru til
orðtöku allar þær orðabækur sem snertu samtímamál á einhvern hátt, bæði
þær sem höfðu íslensku sem flettuinál en erlendar þýðingar og þær sem
höfðu íslenskar þýðingar en danskt eða enskt flettumál. Þá voru einnig lesn-
ar orðabækur yfir forna málið ef þær gátu veitt einhverja vitneskju um mál
síðari tíma eins og raunin er um orðabók Eiríks Jónssonar og orðabók Ric-
hards Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar (Guðrún Kvaran 1997: 9-11).
Víst er að Sigfús hefur ekki getað lesið allar þær orðabækur sem hann
nefnir, valið orð og orðasambönd og skráð á seðla á þeim tíma sem hann ætl-
aði til verksins án verulegrar aðstoðar. Það vita allir sem fengist hafa við
orðabókarvinnu. Björg hlýtur að hafa lagt honum mikið lið enda segir hún í
bréfi til Eiríks Magnússonar sem dagsett er 8. nóvember 1903:
Það er svo langtum skemtilegra að fá sjer Iangan göngutúr í góðu veðri, tefla skák eða
lesa skáldrit eftir Selmu Lagerlöf og aðra góða menn og konur en að sitja við próflest-
ur og orðabókarpúl.
Þessi orð vekja hjá lesanda þann grun að Björg hafi ef til vill þegar í upphafi
heldur viljað fást við eitthvað annað en orðtöku og unnið fremur af skyldu
eiginkonunnar en löngun.
Arið 1908 voru fyrstu drög tilbúin en vonbrigðin urðu mikil. Hvar sem
borið var niður mátti sjá að langt var í land með að verkið gæti komið að ein-
hverjum notum. Til þess var efniviðurinn allt of þröngt valinn. I raun vekur
furðu að þeim hjónum hafi ekki orðið þetta ljóst fyrr í þessari fyrstu lotu. Þau
hljóta að hafa rekist á orð næstum daglega í eigin málumhverfi, flett þeim
upp en ekki fundið í þeim orðabókum sem þau voru að vinna með.
Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn skrifaði grein um Sigfús Blön-
dal sjötugan. Um upphaf orðabókarverksins sagði hann:
Sumardagurinn fyrsti árið 1903 ntun lengi hafður í minnum í sögu íslenzkra mennta,
vegna þess að þá byrjaði Blöndal að safna orðurn til íslenzkrar orðabókar. Hann var þá
lostinn sömu blindni og fjöldi annarra ntanna sem eru að hefja stórvirki, að hann hélt
þetta yrði ekki nema fárra ára starf, og sannast að segja er þessi blindni hin bezta náð-
argjöf, því að án hennar hefði margur verið ragur að ráðast í þau verk sem vér mundum
sízt kjósa óunnin (1944: 130).