Andvari - 01.01.2002, Síða 187
ANDVARI
ANDANS KONA OG ORÐABÓKARPÚL
185
í ritdómum um bókina, sem bæði birtust eftir að fyrri hlutinn kom út og
eftir að prentun síðari hlutans lauk 1924, minntist aðeins Jóhannes L. L. Jó-
hannsson á Björgu sérstaklega og dáðist að frumlegri hugkvæmni hennar að
stofna orðabókarsjóðinn sein halda átti útgáfunni áfram (1925:220).
En hvað fannst Björgu sjálfri? í bæklingi, sem hún skrifaði 1928, vrkur
hún að því að ýmsir mætir menn hafi látið sér skiljast að „þeim þætti kynlegt,
að jeg væri að skifta mjer af hinni íslensk-dönsku orðabók, úr því við Sigfús
Blöndal værum nú skilin sem hjón, þó jeg hefði „unnið eitthvað að henni“,
svo jeg tilfæri orðrjett eina setningu af mörgum“ (1928:1). Vel gæti verið að
hún væri þarna að vitna til ummæla Jóns Ófeigssonar í bréfi til Sigfúsar 27.
mars 1924. Þar var hann að gera athugasemdir við stofnskrá sjóðs þess sem
viðhalda átti orðabókinni í framtíðinni. Þótti honum greinilega að Björgu
væri gert óþarflega hátt undir höfði:
í innganginum er eitthvað um það talað, að kona þín hafi unnið að útgáfunni ásamt mjer.
Er það rjett? Hefur hún fengist við neitt annað en peningamálin og kannske lítilsháttar
prófarkalestur eins og margir fleiri? (Lbs. 3464 4to).
Sigfúsi hefur sámað við Jón og skrifaði honum bréf sem ekki er varðveitt svo
vitað sé. Jón svaraði 24. maí 1924:
Þá hefur þjer mislíkað athugasemdin, sem jeg gerði um frú Björgu, en skýrir svo frá því,
að þú hafír sjálfur stungið upp á öðru orðalagi. Það orðalag hefði jeg ekki fundið athuga-
vert. En annars er það, sem jeg sagði í þessu sambandi algert aukaatriði, aðeins tekið af
því að jeg reyndi að drepa á alt það, stórt og smátt, sem mjer fyndist betur mega fara. Það
er ekki af því að jeg vilji á neinn hátt rýra heiður hennar, en mjer fanst orðalagið óheppi-
legt, af því að vitanlega hefðu nokkrir aðrir unnið litlu minna að útgáfunni, sem ekki
væru nefndir í stofnskránni - og sjálfsagt ekki ættu að nefnast þar - (Lbs. 3464 4to).
Ég tel óhugsandi annað en að Jón hafi hér verið að tala um þátt Bjargar eftir
1919, eftir að sjálf vinnan við ritstjóm, flettugreinar og prófarkalestur hófst.
Það væri ómaklegt að ætla honum að vera að tala um söfnunarárin.
Fjár aflað til orðabókarverksins
Fé til orðabókarverksins var lengstum af skornum skammti. Fyrstu átta árin
fékkst styrkur frá danska kirkju- og kennslumálaráðuneytinu og um árabil
styrkti Carlsbergsjóðurinn einnig verkið. Þá fengust danskir og íslenskir
styrkir síðari árin til að kosta útgáfuna. Um þetta atriði hefur Stefán Karlsson
fjallað rækilega (1997:1-9).
Arið 1917 fékkst danskur ríkisstyrkur til að ljúka verkinu og það ár var
unnt að ráða aðstoðarfólk í Reykjavík til að vinna að útgáfunni. En þessi