Andvari - 01.01.2002, Side 189
ANDVARI
ANDANS KONA OG ORÐABÓKARPÚL
187
í honum er saga verksins rakin og gerð grein fyrir þeim vandamálum sem út-
gáfan átti við að etja. Hún hafði að fenginni reynslu séð að nauðsynlegt var
að kynna þingmönnum málið. Þetta nefnir hún í bréfi til Sigfúsar frá París 29.
janúar 19296 og segir:
En þegar jeg fór að tala við þingmenn um væntanlega greiðslu ... þá var sama svarið
hjá öllum, að þeim væri málið gersamlega ókunnugt. Nú var ómögulegt að ná í alla
þingmenn persónulega og samdi jeg því grein þessa í samráði við Jón Ofeigsson og
sendi hverjum einstökum þingmanni -sjálf lá jeg ekki á liði mínu - sýndi prófarkir, tal-
aði á nefndarfundum bæði í efri og neðri deild - gerði yfirhöfuð alt sem unt var, þó
ávinningurinn yrði ekki betri en hann varð ...
Áður hafði verið tekið bankalán í nafni Bjargar. í þessu sama bréfi, sem hefst
á ávarpsorðunum „Kæri drengur minn“, nefnir hún lánið og vill að það standi
áfram í hennar nafni því að
...ef skuldin er færð á þitt nafn, gæti kona þín ef til vill gert sjer áhyggjur út af því, að
eitthvað af henni kynni að falla á hana, t. d. ef við bæði fjellum frá.
Þessi orð sýna, hve einstök kona Björg hefur verið, trygg og sjálfri sér sam-
kvæm.
Björgu virðist einni hafa orðið eitthvað ágengt við fjáröflunina og lagt á
sig ómælt erfiði. Það vekur því nokkra furðu hvernig henni sjálfri var tekið
er hún óskaði eftir láni úr orðabókarsjóðnum. Hún var á leið til Parísar til
náms og hefur leitað til gjaldkera sjóðsins með ósk um lán. Hún fékk 1500
krónur úr orðabókarsjóðnum án vitundar Sigfúsar. Hann brást illa við og
skrifaði Steingrími Amórssyni bréf 28. janúar 19287 en Steingrímur hafði
umsjón með bókinni, heftingu, bandi og dreifingu og tók við greiðslum fyr-
ir seld eintök:
Ég hef frjett þú hafir lánað Björgu 1500 kr. úr orðabókarsjóðnum, þrátt fyrir ítrekað
bann mitt og að mjer forspurðum. Að vísu er til allrar hamingju ábyrgðarmaðurinn svo
góður sem vera má en aðferðin mislíkar mjer.
Síðar reyndi Sigfús þó að fá sjóðinn til að fella niður þessa skuld Bjargar.
Sigurður Nordal svaraði erindinu 1. ágúst 1928 og taldi ómögulegt að fallast
á það.
Við Jón Sigurðsson höfum talað saman um uppástungu þína um að gefa Björgu eftir
skuld hennar. Þó að við viðurkennum, að hún eigi allt gott skilið af sjóðnum fyrir frá-
bæran dugnað sinn í vetur, sjáum við ekki að slík eftirgjöf fái með nokkru móti
samrýmst 5. grein stofnskrárinnar, enda datt Björgu ekki í hug að fara fram á neitt slíkt,
þegar hún talaði við okkur síðast (Lbs. 3466 4to).