Andvari - 01.01.2002, Side 191
ANDVARI
ANDANS KONA OG ORÐABÓKARPÚL
189
dal cand. phil., sem einnig hefir unnið að útgáfu bókarinnar, ásamt meðritstjóra mínum,
aðjúnkt Jóni Ofeigssyni í Reykjavík, ákvarðanir þær, er nú skal greina um stofnun sjóðs
þess, sem hjer getur um síðar.
Björg hefur átt þátt í að semja texta beggja skjalanna. Til þess benda ótví-
rætt ummæli Jóns Ofeigssonar í síðara bréfinu, sem vitnað var til, þar sem
hann nefndi að Sigfús sjálfur hefði stungið upp á öðru orðalagi sem hann
gæti sætt sig við. Sennilega fæst seint svar við því hvernig það orðalag var
en Jóni líkaði það betur og gæti það bent til að minna hafi verið gert úr hlut
Bjargar. Sjálfri hefur henni ekki þótt ástæða til að þegja um þátt sinn í verk-
inu.
Aðrar greinar uppkastsins eru að mestu samhljóða hinni eiginlegu stofn-
skrá sem þau hjón skrifuðu undir 24. október 1924 en var ekki staðfest af
konungi fyrr en 1. apríl 1927 og birt í Stjórnartíðindum sama ár. Inngangs-
orð vélritsins hafa þó verið felld brott.
í áðurnefndum bæklingi, þar sem stofnskráin er einnig birt, skýrir Björg
fimmtu greinina sem fjallar um vexti sjóðsins. Henni hafði verið breytt frá
handskrifaða uppkastinu á þann veg að greiða átti Sigfúsi 80% vaxta, þegar
sjóðurinn hefði náð 10.000 krónum, meðan hann væri á lífi en eftir það
Björgu, meðan hún væri á lífi, til undirbúnings næstu útgáfu.
Þegar þau Björg og Sigfús skildu gerðu þau með sér eignasamning sem
dagsettur var 2. ágúst 1924.y Þar kemur fram að Sigfús átti að greiða Björgu
af vöxtunum helming þess sem hann fengi greitt:
enda taki hún að sjer að vinna eða sjá um vinnu á alt að helmingi eftir samkomulagi af
störfum þeim, er stofnendur eða stjóm sjóðsins ákveða að láta framkvæma ár hvert við-
víkjandi orðasöfnun og undirbúningi næstu útgáfu orðabókarinnar. Þessi greiðsla fellur
hvorki burt við giftingu nje fasta atvinnu eða stöðu (Eignasamningur; 1924:7).
Engin merki eru þess að Björg sé að leggja orðabókarstörf á hilluna þótt
hjónabandinu sé lokið. í sjöttu grein eignasamningsins kemur fram að þau
Sigfús ætla að halda áfram samvinnu og semja „litla íslensk-danska orða-
bók“. Tekjur af henni og styrki, sem þeim tækist að afla, átti að nota til þess
að greiða skuld við Landsbanka íslands sem var á nafni Bjargar eins og áð-
ur segir. Ef tekjuafgangur yrði átti að skipta honum jafnt milli þeirra. Af
þessu virðist mega ráða að Björg hafi með árunum fengið áhuga á orðabók-
argerð þótt henni hafi í upphafi þótt orðtakan púl. í yngri gögnum, sem fund-
ist hafa, allt fram til ársins 1928, kemur hvergi fram að henni hafi leiðst verk-
ið. En hún hafði fleiri áhugamál sem hún nú eftir útkomu bókarinnar vildi
sinna. Nokkrum árum síðar kvað við annan tón.