Andvari - 01.01.2002, Side 192
190
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
„Orðabókinni miklu lokið, eftir 20 ára starf“
A síðari hluta ævi sinnar fékkst Björg við að yrkja og meðal kvæða sem birt-
ust í Ljóðmælum, sem gefin voru út eftir lát hennar, er að finna ljóð um orða-
bókarverkið:10
Ó, fjötramir hrundir, sem ár eftir ár
í álögum sál mína mína bundu!
Og læstu í huga mér frostnótta fár,
sem felldi hrím á unga gróðrarlundu.
Ó, þrautirnar unnar, sem Skapanorn mér skóp,
er skráfesti’ hún urðanúnir mínar!
Þó orðabókin þegi um anda míns óp,
um aldir þögul ber hún minjar sínar.
Und ösku var falinn minn fjörneisti klár
og felhellu, er andans glóðir svæfði.
Og tíminn og gleymskan að verki var um ár. -
- Ég vissi ei lengur, hvort mér frelsið hæfði.
En andi minn fellir nú álöguhjúp. -
Og andræn glóð um hug og sálu streymir.
Sem vorblær úr dái æ vekur moldardjúp,
svo vaknar neisti, er biðlíf sálar geymir.
Sem vorsól úr hrími fær vakið daggtár nótt,
svo vermir hug og frjóvgar neisti hulinn.
- Hann lífsglóðum örþyrstum anda vekur þrótt
unz aftur lifnar gróður sálar dulinn.
I kvæðinu virðist koma fram sár beiskja í garð orðabókarverksins sem erfitt er
að skilja af því sem á undan er farið. Vinkona Bjargar hélt því fram í minning-
argrein að Björg hefði ferðast suður í álfu eftir að orðabókarverkinu lauk sér
til hvfldar og andlegrar upplyftingar. Þar hefði hún tekið til við að yrkja og ort
flest þeirra ljóða sem birt eru í Ljóðmœlum (Björg Einarsdóttir 1984:192). Við
vitum ekki hvort svo hafi verið um þetta kvæði en niðurlagið gæti bent til
þess. Björg finnur fyrir létti og nýjum þrótti til að takast á við önnur verkefni.
Ur því virðist mega lesa að orðabókarstarfið hafi verið henni kvöl og sálin
þess vegna hneppt í fjötra en jfað stangast á margan hátt á við það sem dreg-
ið var saman hér að framan. Eg hygg að varast beri að oftúlka kvæðið. Björg
var heilsteypt kona og hefði ekki gengið fram af þeim dugnaði og þeirri þraut-
seigju við fjáröflun og sjóðsstofnun eins og raunin varð, og bundið sig að auki