Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 94

Andvari - 01.01.2005, Page 94
92 JÓN YNGVI JÓHANNSSON ANDVARI eða Mörð Valgarðsson. Mat Jóns Viðars á þessu umdeildasta verki Jóhanns og túlkun hans á því sætir einna mestum tíðindum af því sem hann segir um leikrit Jóhanns. Jón Viðar kveður upp um það að Mörður Valgarðsson sé glæsilegt leikrit og alls ekki jafn gallað og margir gagnrýnendur hafa viljað vera láta. Líkt og í umfjöllun um Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft felst túlkun Jóns Viðars meðal annars í því að frelsa verkið undan samanburðinum við fyrirmyndina sem oft hefur kaffært verkið. Umfjöllun Jóns Viðars um Lygar- ann er miklu traustari en um Galdra-Loft, en þar birtast líka forsendur sem getur verið erfitt fyrir lesanda sem er Jóni Viðari ósammála í eilífðarmál- unum að kyngja. Að mati Jóns Viðars er Mörður Valgarðsson nátengdur öðrum verkum Jóhanns, verkið fjallar fyrst og fremst um föðurvald sem kann sér ekki hóf og reynir að beygja allt og alla undir sig. Þetta sýnir Jón Viðar á sannfærandi hátt, en þar með er ekki öll sagan sögð. Kaflinn sem fjallar um Mörð Valgarðsson heitir „Hver var lygarinn?“ og svar Jóns Viðars kann að koma á óvart, einkum ef íslenskur titill verksins er hafður í huga. Að mati hans er Njáll á Bergþórs- hvoli réttnefndur lygari verksins; vegna þess að Jóhann gerir Njál trúlausan verður tal hans um trú á landið og friðinn ósannfærandi að mati Jóns Viðars. Þessu má auðvitað andmæla með því að vitna til klassískrar hefðar harmleiks- ins og benda á að þótt afleiðingar gerða Njáls séu skelfilegar gerir það hann ekki að óheilum manni eða skúrki, harmleikir fjalla jú um menn af betra tagi sem rata í ógöngur, oft vegna ofdrambs. En Jón Viðar gerir persónu Njáls og þá jarðartrú sem hann boðar að sérstökum andstæðingi kristindómsins og kemst þannig að þeirri niðurstöðu að í falli Njáls felist sigur Krists: Hjarta mannsins er og verður samt við sig. Það veit kristindómurinn. Kristinn maður gerir sér ekki of háar hugmyndir, hvorki um sjálfan sig né meðbræður sína, væntir ekki of rnikils af þeim. Hann trúir ekki heldur á jarðneskar útópíur. Hann vonar að allt fari á besta veg en hann reynir einnig að vera undir hitt búinn. Krossferill Krists er og verður honum eilíft tákn og áminning þess að við lifum í heimi fullum af hatri. Þetta voru hinum ókunna höfundi Njálu sjálfsagðir hlutir. Hvað með nútímamanninn Jóhann Sigur- jónsson? Hafði hann loks skilið, eftir allar efasemdir, allan tvískinnung og umbrot, að maðurinn getur aldrei orðið heill af sjálfum sér einum?13 Þótt það sé hvergi sagt berum orðum, og aldrei sett fram nema í formi spum- inga, virðist niðurstaða Jóns Viðars sú að Jóhann hljóti að hafa endað ævi sína sem trúaður maður. Lokaorð bókarinnar gefa þetta sterklega í skyn og jafnframt felst í þeim ákveðinn dómur um gildi trúarinnar og fordæming á öðrum lífsviðhorfum en þeim sem höfundur aðhyllist sjálfur. Maðurinn verður að eiga sér eitthvert hæli, eitthvert athvarf í tilverunni - en það verður að vera raunverulegt hæli, raunverulegt athvarf. Það dugir ekki að leita á náðir ímynd- aðrar fortíðarsælu, reyna að lifa á minningu um gullin andartök liðna tímans. En ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.