Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.2005, Blaðsíða 98
96 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI legust við að smíða. Sannferði íslensks þjóðemis og íslenskrar menningar byggir á vitund um ákveðin menningarmörk (hversu sönn eða tilbúin þau kunna að vera) - slík mörk eru annarsvegar sótt í hugmyndir um skýrt upphaf og órofna sögu þjóðar, tungumáls og bókmennta, og hinsvegar í skynheild hinnar afmörkuðu eyjar sem býr því við skýr landamæri.1 Þessi eyjarvitund hefur að vísu orðið fyrir nokkrum áföllum í gegnum tíðina, ekki síst þegar hluti þjóðarinnar fluttist vestur um haf þannig að til varð, a.m.k. um hríð, „annað“ ísland, þar sem sköpunarstarf fór fram á íslensku en fjarri „heima“slóðum tungumálsins. Einnig var það visst áfall þegar nokkrir af efni- legustu rithöfundum þjóðarinnar tóku ekki aðeins upp á því að flytja sig um set, út fyrir landsteina, heldur líka að semja bókmenntaverk á öðrum málum. Er hægt að telja slík verk til íslenskra bókmennta? Verða þau ef til vill hluti af íslenskri bókmenntasögu, íslensku bókmenntalífi, þegar þau eru þýdd á íslensku? Þetta er gríðarlega flókið mál sem alls ekki hefur verið nógsamlega rannsakað og verður ekki farið sérstaklega út í hér. En ef litið er svo á að íslenskar þýðingar á verkum þessara höfunda - Gunnars Gunnarssonar, Jóns Sveinssonar (Nonna) og annarra - teljist hleypa þeim inn í það ríki sem kall- ast „íslenskar bókmenntir", þá hafa verið opnaðar dyr sem erfitt er að loka; eiginlega er þá fjandinn laus og við stöndum á endanum frammi fyrir þeim ósköpum að drjúgur hluti íslenskra bókmennta eru þýðingar verka sem upp- haflega voru samin á öðrum málum. Skjalfest íslensk bókmenntasaga verður aldrei annað en ákveðin menn- ingarsmíð, langt frá því að vera náttúrusprottin, en eigi hún að komast í námunda við það sem kalla má íslenskt bókmenntalíf - almennan lestur bók- mennta, viðtökur þeirra í mæltu máli og skrifuðu og þá tilurð hugarheima og heimsmyndar sem þær taka þátt í og stuðla að - þá verður að gera ráð fyrir þýðingum sem meginafli á þessu sviði. Þá kann líka að koma í ljós að ekki er einungis hægt að sjá ákveðnar lfnur í bókmenntalífinu út frá því hvað er þýtt, heldur líka því sem er ekki þýtt og er jafnvel áberandi í fjarveru sinni. Reyndar er það ein af mörgum þversögnum í sögu þýðinga að jafnframt því sem þær hafa til þessa verið stórlega vanmetnar í langflestum rituðum bók- menntasögum víða um lönd, þá leika þær lykilhlutverk í hugtaki heimsbók- menntanna - sem er auðvitað landið þar sem svo margir höfundar, og einnig margir lesendur, þrá hvað mest að búa.2 Ekki kemur það á óvart í heimi þar sem viss alþjóðleg athygli skiptir miklu máli að æ meiri áhersla skuli vera lögð á að íslenskar bókmenntir séu þýddar á erlend mál. Það er hinsvegar athyglisvert að fá það ítrekað staðfest í ummælum um bókmenntir enskrar tungu - sem á frummálinu geta þó náð til gríðarlegs lesendafjölda - að einnig þar skuli það teljast höfundum til sér- staks virðisauka að þeir hafi verið þýddir á erlend mál (og fjöldi tungumál- anna er gjarnan tilgreindur í slíkum ummælum). I þessu samhengi felst aug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.