Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 27

Andvari - 01.01.1945, Side 27
andvarj Þorsteinn Gíslason 23 Á aldarafmæli Matthíasar Jochumssonar lýsir hann við- horfi sinu (í formála fyrir minningarhátíð Matthíasar): „Hvert barn á veröld hyggða fyrir sig úr sýnum drauma og söngum eldri manna. I’ar fléttast þegar forlaganna þræðir af duldri hönd, og slitna ei alla ævi. Hver veit, hvað mannsins sál að erfðum á frá ættum sínum? Það er dulin gáta. Og hvað eru áhrif uppeldinu frá og umhverfinu? Það er líka gáta. Hvað skapar andans yfirburðamenn? Ei auður gulls, og fátækt ekki heldur. Þeir koma jafnt þeim háu höllum frá og hreysikofum. Það er gömul saga og löngu kunnug. Listarinnar verk er endursköpun lífsins mörgu mynda, sem bera fyrir augu alla tið. Þær sýnast festast misjafnlega í minni. Ein gleymist fljótt, hin greypist fast í sál. Og ævintýrin æskudögum frá og undrasýnir barnsins draumamyn'da, þau fylgja mönnum fram á hinztu stund. í stærstri helgi er móðirin í minni, sem leiðir barnið lífsins fyrstu spor ... Og leiksviðin við læk og klett og vog, þau koma fram í furðulegum myndum, og bernskulífsins bláu himinhvelin og bæjarvarpinn, leggurinn og skelin.“ Íö33 birtust Önnuv Ijóðmæli, en í þessu safni voru þýdd l<væði og tækifæriskvæði. Þorsteinn var ágætur Ijóðaþýðandi, eru mörg þessara kvæða svo vel gerð, að vart er hægt að sj;i, að um þýðingu sé að ræða. Það er cnginn vafi á, að kynni í*orsteins af erlendri Ijóðlist hafi orðið til þess að skerpa skiln- lnS hans og næmleik á ljóðræna fegurð og gert hann að meiri þ^'agsnilling en ella. Það er unun að lesa margar þessara þýð-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.