Andvari - 01.01.1923, Page 10
c
Hannes Hafstein.
[Andvarív
Kristjana, er enn á lífi, nú 86 ára gömul, og var hún
alsystir Tryggva Gunnarssonar bankastjóra, en móðir
þeirra var Jóhanna dóttir Gunnlaugs Briem, sýslu-
manns í Eyjafjarðarsýslu, og er það merk ætt og al-
kunn. Frú Kristjana var, eins og fyr segir, þriðja
kona Pjeturs Hafstein amtmanns. Fyrst kvæntist
hann Guðrúnu, dóttur sjera Hannesar Stephensen á
Hólmi, og eignuðust þau tvö börn: Hannes, er dó
ungur, og Þórunni, er síðar giftist Jónasi landlækni
Jónassen. Önnur kona lians var Sigríður, dótlir Ólafs
Stephensen í Viðey; áttu þau ekki börn og skildu
eftir stutta sambúð, en hún giftist síðar sjera Stefáni
Thordersen, og þeirra dóttir var frú Ragnheiður, kona
Hannesar Hafstein. En þau Hafstein amtmaður og
frú Kristjana eignuðust 9 börn, 4 syni og 5 dætur,
og eru nú að eins eftir á lífi 2 synir: Marínó, fyrv.
sýslumaður, og Gunnar, fyrv. bankastjóri í Færeyjum.
Fjórði bróðirinn, Hannes Lárus, dó á barnsaldri.
Tvær af systrunuin voru giftar: Guðrún Jóhanna
Lára (d. 1894) Jóni Þórarinssyni fræðslumálasljóra,
og Elín (d. 1900) Lárusi H. Bjarnason hæstarjettar-
dómaia. Hinar hjetu: Guðrún Jóhanna (d. 1886),
Soffía Ágústa (d. 1884) og Jóhanna (d. 1894).
Hannes Hafstein ólst upp hjá foreldrum sínum,
fyrst á Möðruvöllum og síðar í Skjaldarvík og vand-
ist þar snemma við siglingar, enda hafði hann jafn-
an síðan mikið yndi af sjóferðum, segir Kl. Jónsson
ráðherra í grein 'uin hann látinn. Árið 1874 kom
hann í latínusliólann, þá 12 ára gamall, og útskrif-
aðisl þaðan 1880 með hæstu 1. einkunn. Um skóla-
veru hans segir hr. Kl. J.: »Nám siltrækti hann vel;
var allajafna efstur í sínum bekk, enda var hann
talinn einhver hinn gáfaðasti og efnilegasti piltur, er