Andvari - 01.01.1923, Side 11
Andvari.j
Hannes Hafstein.
7
þá um nokkra hrið hafði komið til skólans. Og eftir
andlegu atgervi hans fór hið likamlega, því hann var
snemma einhver hinn fríðasli maður, hár, þrekinn
og vel vaxinn. Það kom snemma í ljós, að hann var
skáldmæltur vel, og orti hann mikið á skólaárum
sínum, einkum kvæði og visur, er miðuðu til þess
að piisa lífíð og nautnir þess, eða voru meinfyndnar
í garð náungans. Öll skólaárin hafði hann athvarf í
húsi hálfsystur sinnar, frú Þórunnar Jónassen, og
inanns hennar, og studdu þau hann ætíð síðan, og
má fullyrða það, að hann átti systur sinni mikið að
þakka, og kunni líka að meta það«. Annar merkur
maður, B. M. Olsen prófessor, hefur lýst Hannesi
Hafstein á æskuárum hans (í 2, tbl. »Óðins« 1905)
og segir hann m. a.: »Rjett eftir burtfararprófið (úr
latínuskólanum) vorið 1880 var jeg staddur á Ping-
völlum ásamt Jóni heitnum rektor Porkelssyni á
Jónsmessudag. Þá bar þar að Hannes Hafstein og
nokkra fleiri af hinum nýju stúdentum, á norður-
leið. Mjer stendur hann altaf siðan fyrir hugskots-
sjónum eins og hann var þá, full.ur af æskufjöri, hár
vexli, þrekinn um herðar eftir aldri og miðmjór,
fremur fölleitur á hörundslit, dökkur á brún og brá,
augun snör, en svipurinn þó hreinn og heiður, ekki
sprottin grön, andlitið frítt og reglulegt, eins og það
væri mótað eftir rómverskum fegurðarlögum. Jeg
liorfði á eftir honum, þegar hann fór á stað. Hann
reið skjóttum klárhesti viljugum og sat á lionum
eins og hann væri gróinn við hestinn. Þá man jeg
eftir, að mjer datt í hug: Hjer er mannsefni, ef hon-
um endist líf og heilsa«.
Að loknu námi í latinuskólanum, fór H. H. tit
háskólans í Kaupmannahöfn, kom þangað sumarið)
r