Andvari - 01.01.1923, Síða 12
8
Hannes Hafstein.
[Andvari.
1880, og valdi sjer lögfræði til lesturs. Var æsing
mikil í Danmörku um þær mundir, segir Kl. J.
í grein þeirri, sem áður er vísað í, »eigi einungis í
stjórnmálum, heldur einnig meðal mentamanna«.
Georg Brandes er þá á besta skeiði, um fertugt, og
bókmentahreyfing sú, sem hann vakti, er þá að brjót-
ast til valda á Norðurlöndum. En stjórnmálahreyf-
ingin var í því fólgin, að danskir bændur risu þá
upp, undir forustu Bergs og siðar Hörups ritstjóra,
og kröfðust meiri áhrifa á stjórnmálasviðinu en þeir
höfðu haft til þessa, og myndaðist þá hlnn svo nefndi
Vinstrimannaflokkur, sem oft hefur farið með völdin
í Danmörku nú síðustu áratugina. Hinir yngri menta-
menn í Danmörku fylktu sjer margir undir merki
Georgs Brandes í bókmentamálunum, en í stjórnmál-
unum tók sá flokkur höndum saman við Vinstri-
mannaflokkinn. En aðalstarf Brandesar var, að veita
inn í mentalíf Dana hugsanastraumum, sem komið
höfðu fram hjá stórþjóðum álfunnar, en fóru þá all-
mjög í bág við ríkjandi skoðanir þar heima fyrir.
Um alt þetta stóð i Danmörku mikið stríð og lang-
varandi. Fylgismenn Brandesar voru nefndir »Evrópu-
menn« og þóttu óþjóðlegir. Lika voru þeir i and-
stöðu við kirkju og klerka og voru taldir hafa spill-
andi áhrif á trúarlíf og siðgæði. En margt af því,
sem þeim var til foráttu fundið á þeim árum, átti
rætur í vanafestu og þröngsýni. Fiokkinn fyltu marg-
ir glæsilegustu gáfumenn Dana. Að þessum flokki
dróst H. H. þegar í stað og fleiri ungir íslendingar,
sem nám stunduðu í Kaupmannahöfn. H. H. kyntist
og ýmsum forkólfum þessa flokks, þar á meðal aðal-
manninum, Georg Brandes, og hjeldust kynni þeirra
jafnan við eftir það. Fremsta Ijóðskáld Dana var þá