Andvari - 01.01.1923, Side 14
10
Hannes Hafstein.
[Andvari,
Rækilegast mun hennar vera minst í »Skuld«. Þar
er langur ritdómur eftir Jón Ólafsson (29. júní og 22.
júlí 1882) og er þar mæft mjög með ritinu, en sjer-
staklega borið mikið lof á kvæði H. H. Yms af þeim
höfðu áður birtst í »Skuld« eða »Nönnu«, litlu tíma-
riti, sem J. Ól. gaf þá út. í ritdómnum segir J. Ól.,
að það, sem fyrst muni hafa birtst eftir H. H. á
prenti, ætli liann vera kvæði í »Þjóðólfi« vorið 1880,
en sjer hafi ekki þólt neilt sjerlegt til þess koma.
Matth. Jochumsson var þá ritstjóri Þjóðólfs og sagði
hann síðar svo frá, að H. H. hefði oft á skólaárun-
um sýnt sjer kvæði, en sjer hefði komið það á óvart,
að hann yrði bráðlega jafngott skáld og raun varð
á, enda er lítið eða ekkert í wÞjóðólfsw-kvæðinu, sem
getið er um hjer á undan, er minni á kvæði þau,
sein H. H. birli á næstu árum í »Skuld« og »Nönnu«
og síðar í »Verðandi«, er hann hafði dvalið um hríð
í Kaupmannahöfn. — Jeg set hjer kafla úr ritdómi
J. Ól. um kvæði H. H. í »Verðandi«. Hann segir: »Vjer
höfum aldrei ineð jafnmikilli gleði getið um ritverk ís-
lensks skálds sem nú um það, sem Hannes á í »Verð-
andi«. Það er engan veginn af því, að vjer viljum gera
lítið úr vorum viðurkendu, eldri skáldum, eða af því,
að oss detti í hug, að taka Hannes fram yfir þá. Langt
frá því! Oss dettur enginn slíkur mannjöfnuður í hug,
og engum væri rangara lil gert með því en Hannesi, að
bera hann, 19 ára gamlan, saman við fullþroskuð og
viðurkend skáld. En þegar vjer göngum að nýrri bók,
nýju skáldverki, frá hendi hinna þjóðkunnu skálda,
þá vitum vjer fyrirfram, að vjer eigurn von á ein-
hverju, sem þeim er samboðið og vænta má af þeiin.
Hversu vel sem þeim tekst, þá kemur það ekki á
óvörum. En þegar byrjandi skáld knýr oss lil aðdá-