Andvari - 01.01.1923, Page 16
12
Hannes Hafstein.
[AndvarL
um. Hún vissi ekkert um hann, hver hann væri, nje
hvaðan hann væri. Hún sagði honum, að það ætti
fyrir honum að liggja, að verða æðstur maður á sínu
landi. Við höfðum enga ofsatrú á spádómum á þeim
árum. En þessi spádómur þótti okkur, vinum hans,
sennilegur. Hann var fríðastur sínum, gervilegastur
og glæsilegastur íslendingur, sem við höfðum sjeð.
Hann var, eins og Snorri Sturluson kveður að orði
um Ólaf Tryggvason, »allra manna glaðastur«. Hann
virtist vera fæddur til ]>ess að verða gæfumaður. Og
metorð og völd töldum við að sjálfsögðu gæfu. En
hvað sem því leið, þurftum við ekki að fá neina
spákonu til þess að segja okkur, að hann mundi
verða talinn með bestu skáldum íslendinga. Við vor-
um ekki í neinum vafa um, að hann var orðinn það«.
Það er venjan, að lögfræðinemar við báskólann í
Kaupmannahöfn myndi nokkrir hóp og fái sjer mann
til þess að fara í gegnum námsgreinarnar með sjer
og skýra þær. H. H. var um eitt skeið í slíkri kenslu
hjá R. S. Gram, sem nú er forseti hæstarjettar Dana,
en þá var ungur maður og hafði nýlega lokið prófi.
Segir hann, að H. H. hafi oft vantað í kenslustund-
irnar, en þá hafi að jafnaði kveðið við hjá námsfje-
lögum hans: »Hann situr heima og yrkir«. — »Fyrstu
Hafnarárin gengu hjá Hannesi mjög til lesturs út-
lendra skáldrita og til skáldskapar«, segir Klemens
Jónsson, »og auk þess lifði hann fjörugu stúdenta-
lífi með fjelögum sínum, enda hafði hann peninga-
ráð í betra lagi og átti altaf hauk í horni, þar sem
var Tryggvi móðurbróðir hans, er þá var búseltur í
Höfn. Hann mun því lílið hafa sint laganámi fyrstu
árin sín í Höfn. En er garðvislinni var lokið, tók
hann til námsins og gekk undir próf i lögum vorið