Andvari - 01.01.1923, Síða 19
Andvari.]
Hannes Hafsteín.
15
undanförnum þingum, »þannig að landið fái alinn-
lenda stjórn með ábyrgð fyrir Alþingi«. Var þetta
samþykt með öllum atkv. gegn H. H. eins. Einnig
var skorað á þingmenn, sem ekki gætu fylgt þessu,
leggja niður þingmensku.
»ísafold« segir, er hún skýrir frá fulltrúakosning-
unni í Gullbr. og Kjósar-sýslu: »Mun annar fulllrú-
inn að minsta kosti algerlega mótfallinn stjórnar-
skrárendurskoðun, og hinn (Þórður á Hálsi) helst á
því, að láta sjer nægja að senda konungi ávarp um
að vægja til í máli þessu, enda var það atkvæði
fundarins í Hafnarfirði, og skyldi jafnvel senda menn
hjeðan gagngjört á konungs fund með slíkt ávarp
frá Þingvallafundi«. — Ekkert ágrip er prentað af
umræðunum á fundinum í Reykjavíkurblöðunum,
svo að ekki verður þar sjeð, hvað H. H. hefur fært
fram gegn fundartillögunni, en í »FjalIkonunni« seg-
ár, að hann hafi mótmælt málinu »með gætni og lip-
urð«. þetta er fyrsta framkoma H. H. á stjórnmála-
sviðinu. Kl. Jónsson segir, að hann hafi á Þingvalla-
fundinum þótt »mjög íhaldssamur«, en frjálslyndi og
ihald í stjórnmáluin var þá meðal almennings miðað
við stjórnarskrármálið eitt. Gegn endurskoðuninni
stóðu að eins örfáir menn á Alþingi, og samkvæmt
slöðu sinni var landshöfðinginn forvígismaður þeirra.
' í^eir höfðu engan byr hjá þjóðinni, voru taldir stuðn-
ingsmenn og talsmenn hins erlenda valds, og þótt
þeir væru mikils virtir og nytu fullkomins trausts
hjá almenningi sem embællismenn og borgarar þjóð-
fjelagsins, voru þeir á stjórnmálasviðinu, eða í deil-
unni við danska valdið, skoðaðir sem »svartir sauðir«
á hvílum hóp. H. H. gekk því alveg á móti straumn-
um, er hann skipaði sjer í þeirra fiokk, og nokkurt