Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 22
18
Hannes Hafstein.
[Andvariw
lokaði fyrir þeim blaðinu, en tók jafnframt afstöðu
gegn H. H. í grein, sem hann ljet fylgja svari hans^
Segir hann m. a., að hjá H. H. komi fram 'skoðanir
»sósíalista« og telur enga hollustu að innflutningi
þeirra, enda hafi þær og lítið fylgi meðal annara
þjóða. En greinar þeirra beggja, H. H. og P. Br.,
eru skemtilegar og í þeim nýr og hressandi gustur, svo
að það má heita eftirtektavert dæmi um hinn ríkj-
andi hugsunarhátt þá, að gáfuðum og frjálslyndum
blaðamanni, eins og V. Á. var, skyldi ekki þykja
meiri fengur í deilugreinum þessara ungu menta-
manna en svo, að hann tekur fyrir framhald þeirra
í blaðinu. Og annarstaðar er þeim þá ekki heldur
haldið áfram. Þær falla niður. Jeg var, þegar þetta
gerðist, nýlega kominn í latínuskólann og hef afr
eins óljósar endurminningar um það, en minnist
ist þess þó, að töluvert var uin þessa deilu talað og
að Gröndal sagði, er hann byrjaði fyrirlestur sinn^
að hann fiytti hann eftir áskorun margra.
Þessar deilur voru um garð gengnar fyrir Þing-
vallafundinn, sem áður er frá sagt. Þegar athugað er
efnið í fyrirlestri H. H. og svo hvatakvæði hans og
ádeilukvæði frá þessum árum, þá er næsta kynlegt
að heyra, að hann hafi þótt »mjög íhaldssamur«,
eins og Kl. Jónsson segir um hann í sambandi við
Þingvallafundinn. En oröin »íhald« og »frjálslyndi«
eru þá, eins og fyr segir, að eins miðuð við eitt mál^
stjórnarskrána. Þeir, sem fylgdu fram breytingum á
henni, voru »frjálslyndir«, en hinir »íhaldsmenn«,.
eða »afturhaldsmenn«, sem á móti þeim voru, hvað
svo sem leið skoðunum þeirra á öllum öðrum mál-
um. Svona var því varið allan þann tíma, sem við
áttum í deilum um sjálfstæðismálin við útlent vald^