Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 23
Andvari.]
Hannes Hafstein.
19-
Og enn í dag má sjá það í dönskum blöðum, að þeir
íslenskir stjórnmálamenn, sem lengst hafa farið í sjálf-
stæðiskröfunum gegn Danmörku, eru nefndir »radikal-
ir«, þótt þeir hafi einmitt verið skyldastir í skoðunum
á öllum öðrum málum dönskum hægrimönnum, en
hinir eru þar aftur á móti taldir íhaldsmenn, sem skyld-
ir eru i skoðunum frjálslyndari flokkunum dönsku.
Annars er tímabilið í æfi H. H. frá þeim árum,
sem hjer hefur verið dvalið við, og fram um alda-
mótin ekki ríkt af sögulegum viðburðum almenns
efnis. Hann kvæntist lö. október 1889 Ragnheiði
dóltur Stefáns prests í Vestmannaeyjum Helgasonar
hiskups Thordersen og Sigríðar Stephensen frá Við-
ey, sem fyr er nefnd, en Ragnheiður var kjördóttir
Sigurðar lectors Melsted og konu hans, Ástríðar
Helgadóllur biskups, er var föðursystir hennar. Þau
bjuggu fyrst í Þingholtsstræti 12 og var það hús þá
eign Helga Heigasonar tónskáld, en síðan keyptu
þau húsið við Amtmannsstíg, sem Guðmundur Björns-
son landlæknir nú á, og bjuggu þar til þess, er þau
íluttust vestur til ísafjarðar. Öll embættisfærsla H. H.
var í besta lagi. Ber öllum saman um, að svo liafi
verið, enda var vera lians á landshöfðingjaskrifstof-
unni, hjá Magnúsi Stephensen, góður skóli í þeirri
grein. Eftir að hann fluttist lil ísafjarðar, mun hann
hafa haft miklar embæltisannir, en fáar tómstundir,
og verður því lítið um ljóðagerð hans eða bókmenta-
starfsemi á þeim árum. Aldamótakvæðið er hið eina,
sem hann lætur frá sjer fara í þá átt á þessu tíma-
bili, en það er líka eitt af höfuðkvæðum hans. Með-
an hann gegndi embætti á ísafirði, dvaldi hann einu
sinni stuttan tíma erlendis, og hygg jeg að þelta hafi
verið fyrsta för hans úr landi eftir að hann kom