Andvari - 01.01.1923, Page 25
Andvari.l
Hannes Hafstein.
21
Sveinsson, foringinn í endurskoðunarbaráttunni, lagð-
ist fast á móti því, og einnig Magnús Stephensen
landshöfðingí. Um þetta mál var deilt af miklum
hita næstu árin á eftir. Fyrst voru það gömlu end-
urskoðunarkenningarnar, sem haldið var fram gegn
frumvarpi dr. Valtýs, en samkvæmt þeim var það
höfuðatriði islensku krafanna, að ná íslenskum málum
út úr ríkisráðinu danska, og þessari kröfu var ekki
fullnægt með frumvarpinu. Síðan snerist aðaldeilan
að því, hvort hinn fyrirhugaði sjerstaki íslandsráð-
herra skyldi vera búsettur í Kaupmannahöfn eða
Reykjavík. Mótstöðuflokkur dr. Valtýs tók sjer nafn-
ið Heimastjórnarflokkur, af því að hann hjelt.fram
búsetunni í Reykjavík, en Valtýingar nefndu sig
Framsóknarflokk. Á þinginu 1899 var frumvarp dr.
Valtýs enn felt. En haustið 1900 fóru fram nýjar
kosningar, og á þinginu 1901 höfðu Valtýingar meiri
hluta, þótt lítili væri, og náði þá frumvarpið um
sjerstakan ráðherra fyrir ísland, búsettan í Kaup-
mannahöfn, samþykki þingsins. En meðan á þinginu
stóð urðu stjórnarskifti í Danmörku, hægrimanna-
stjórnin, sem lengi hafði setið þar að völdum, var
nú fallin, en vinstrimenn mynduðu þá fyrsta ráða-
neyti sitt. Heimastjórnarmenn hjeldu þvi fram á þing-
inu, að búast mætti við alt öðrum og betri undir-
tektum hjá vinstrimannastjórninni í sjálfstæðismáli
ístendinga, heldur en áður hjá hægrimannastjórninni,
og því væri það glapræði, að samþykkja nú nokkuð
i málinu annað en hinar fylstu kröfur, án þess að
fyrst væri leitast fyrir um undirtektir hjá hinni nýju
dönsku stjórn. Var Hannes Hafstein framsögumaður
Heimastjórnarflokksins í þessu máli á þinginu. í
Þ'nglokin ákvað flokkurinn að senda mann til Kaup-
2