Andvari - 01.01.1923, Page 27
Audvari.]
Hannes Hafstein.
23
óbreytt. Alþingi var nú boðið að velja um þessi tvö
frumvörp óbreytt.
Það fór þá svo, að frumvarp Heimastjórnarflokks-
ins, með búsetuákvæðinu, fjekk óskift fylgi þingsins,
var samþykt með öllum atkvæðum. Þetta var sum-
arið 1902. H. H. sat þá ekki á þingi, hafði fallið i
ísafjarðarsýslu við kosningar um vorið. En 'vorið eft-
ir var hann kosinn i Eyjafjarðarsýslu og var fram-
sögumaður Heimasljórnarflokksins í stjórnarskrár-
málinu á þingi 1903, er frumvarp hans hlaut þar
fullnaðarsamþykt. Á þessu þingi var frumvarpið sam-
þykt með öllum atkv. í neðri deild, en í efri deild
með öllum atkv. gegn einu, og var það Sigurður
prófastur Jensson í Flatey, sem greiddi atkv. á móti
vegna ákvæðisins um flutning málanna í ríkisráðinu,
en ílokkur var þá risinn upp i Reykjavík, undir for-
ustu Jóns Jenssonar yfidómara, sem andmælti frum-
varpinu af þessum ástæðum og nefndi sig Landvörn.
Heimastjórnarmenn og Framsóknarmenn skrifuðu á
þessu þingi undir satneiginlegt nefndarálit i stjórnar-
skrármálinu og mótmæla þeir þar eindregið kenning-
um Landvarnarinanna um áhrif þau, sem ríkisráðs-
ákvæðið gæti haft og hlyti að hafa, og töldu enga á-
stæðu til að hafa á móti því, eins og sjálfstæðismál-
inu væri þá komið, að sjermálin væru borin upp
fyrir konungi í ríkisráðinu.
En þótt samkomlagi væri nú náð milli þessara
tveggja stjórnmálaflokka um það mál, sem deilt hafði
verið um á undanförnum árum, þá voru þeir eftii
sem áður hvor öðrum andvígir og miklar viðsjái
þeirra i milli, sem nú snerust að því, hvor flokkurinn
kæmi manni í valdasætið. Framsóknarmenn sögðu,
að frumvarpið, sem samþykt var, væri sitt frumvarp;
2*