Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 28
24
Hannes Hafstein.
| Andvari.
viðbótina, búsetuákvæðið, hefðu þeir tekið með, ef
þeir hefðu talið hana fáanlega, enda hefðu þeir allir
snúist til fylgis við hana undir eins og hún reyndist
fáanleg. Heimastjórnarmenn sögðu aftur á móti, að
viðbótin, búsetuákvæðið, væri sitt verk, og að Fram-
sóknarmenn hefðu verið þess albúnir, að taka við
frumvarpinu án hennar, ef ekki hefði verið tekið
fram fyrir hendur þeirra. Báðir höfðu rjett að mæla.
Dr. Valtýr Guðmundsson hafði verið upphafsmaður-
inn að þeim breytingum, sem frumvarp þetta færði,
en Hannes Hafstein hafði komið fram Tiðbótinni, eða
umbótinni, búsetuákvæðinu, sem gerði það að verk-
um, að frumvarpið fjekk nær óskift fylgi þings og
þjóðar. Hin nýju stjórnarskipunarlög voru staðfest af
konungi 3. okt. 1903, og þá um haustið var H. H.
kvaddur á konungs fund og honum falið að undir-
búa heimflutning stjórnarinnar, og 31. janúar 1904
var hann skipaður fyrsti ráðherra íslands frá 1. fe-
brúar þess árs að telja.
Þennan dag var samsæti haldið í Reykjavík til
þess bæði að kveðja Magnús Stephensen landshöfð-
ingja og fagna hinni nýfengnu stjórnarbót. M. St.
hjelt þar merkilega ræðu og lýsti hinni erfiðu að-
stöðu sem landshöfðinginn hefði átt í milligöngustarfi
sínu milli stjórnar og þings. Síðau vjek hann máli
sínu að hinu nýja fyrirkomulagi og sagði m. a.: »Jeg
gleðst af alhuga yfir því, að æðsta stjórn landsins er
nú komin í hendur þess manns, sem hefur þá uæfi-
leika, sem mig hefur vantað, til að efla heill þjóðar-
innar og ryðja nýjar framfarabrautir, og sem þar að
auki hefur það vald, sem útheimtist til þess að koma
sínum hugsjónum til framkvæmdar«. — Nokkur orð
skulu hjer einnig til færð úr ræðu H. H. við þetta