Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 29
Andvari.]
Hannes Hafstein.
25
tækifæri. Hann sagði m. a.: »011 blöð landsins, sem
jeg hefi ástæðu til að bera nokkra virðingu fyrir, hafa
tekið mjer hlýlega, eða að minsta kosti sæmilega. Jeg
minnist þess þakklátlega, og það því fremur sem jeg hef
hvorki aldur, lærdóm nje pólitiska yfirburði til þess, að
það gæti verið sjerlega liklegt, að menn mundu alment
fella sig við valið. Jeg tek þetta sem góðs vita, sem
góðan fyrirboða um friðsemi og einlægan vilja til
dyggilegrar samvinnu á grundvelli hins nýja stjórn-
arfars, með heill fósturjarðarinnar eingöngu að mark-
miði. Og þess vegna mun jeg kappkosta að verða
ekki til þess að spilla friðinum, heldur mun jeg
leggja alla stund á friðsamlega samvinnu, og reyna
eftir megni að stuöla að því, að allir góðir kraftar
leggist á eitt um að hagnýta sem best stjórnarbót
þá, sem við höfum fengið . . . Takmarkið, sem við
verðum að keppa að, það er i einu orði, að gera
landið sem lífvænlegast, með því að hlúa að ölln
þvi, sem gerir fýsilegt að vera hjer, minna freistandi
að flýja hjeðan. Um það veröa allir góðir kraftar að
sameinast. Jeg mun fyrir mitt leyti reyna að stuðla
að sátt og samlyndi, og vænti þess, að sem flestir
finni önnur ætlunarverk æðri, heldur en að ala
gamla úlfúð og ríg«.
Hugsun H. H. var sú, að snúa sjer af alhug að
verklegum framkvæmdum og umbótum í landinu,
en láta þá sjálfstæðisaukning, sem fengin var með
nýju stjórnarbótinni, nægja fyrst um sinn. Hann vildi
á öllum sviðum breyta og lagfæra. Hann vann sjálf-
ur mikið, og vildi láta vinna mikið, enda var lika
ósleitilega tekið til starfa þegar hann kom að völd-
um. Framfaraáhugi hans var einlægur og hann vildi
láta mikið eftir sig liggja. Pessara fyrstu stjórnarára