Andvari - 01.01.1923, Síða 30
26
Hannes Hafstein.
(Andvari.
H. H. mun líka jafnan verða minst sem merkilegs
framfaratímabils í sögu landsins. Klemens Jónsson,
sem þá var landritari og því í náinni samvinnu við
H. H., lýsir þessu svo: sÞað var mikill vandi þvi
samfara, að koma hinu nýja tyrirkomulagi í fram-
kvæmd, og þurfti mikla lipurð til þess að leysa þar
úr ýmsum vafningum og vafaspurningum, en H.
H. tókst það furðu vel, enda var hann allajafna
liðlegur í samningum, en gælti þess þó jafnan, að
slaka aldrei til frá því, sem hann áleit rjett. Hann
var mjög aðlaðandi í öllu viðmóti, og kurteis í orð-
um, og hjálpaði það honum yfir mörg sker. Þá var
ekki minni vandinn fyrír fyrsta ráðherrann gagnvart
Alþingi og landsbúum sjálfum, því auðvitað gerðu
menn háar kröfur til innlends ráðherra. Um pólitiska
starfsemi 1904 til 1909 nægir að vísa til stjórnartið-
indanna, á þann álitlega lagabunka, sem kom út
þessi á"in. Flest þeirra, einkum hin merkari, komu
frá stjórninni. Langmerkasta málið, sem hann kom í
framkvæmd, var ritsímamálið. Þrátt fyrir megna
mótspyrnu á Alþingi og opinber mótmælafundahöld,
sem voru mjög illvíg í hans garð, hikaði hann al-
drei eitt augnablik, heldur hjelt þvf fram með frá-
bærum kjarki og dugnaði, og hamingjan íylgdi hon-
um, og tefldi hann þó stundum fulldjarft í því máli«.
Ritsímamálið lá fyrir Alþingi 1905, fyrsta þinginu,
sem kom saman eftir heimflutning stjórnarinnar.
Flokkaskiflingin var enn hin sama og áður, öðru
megin Heimastjórnarmenn, en hinu megin Framsókn-
arflokkurinn, sem nú breytti um nafn og nefndi sig
Þjóðræðisflokk. En rilsímamálið raskaði nokkuð
flokkaskittingunni og gekk m. a. einn af forvígis-
mönnum Framsóknarflokksins á fyrri þingum, Guðl.