Andvari - 01.01.1923, Page 31
Andvari.]
Hannes Hafstein.
27
Guðmundsson sýslumaður, vegna þess yfir í Heima-
stiórnaiflokkinn. H. H. hafði upp á sitt eindæmi
gert samninga, sem hann taldi nauðsynlega fyrir
framgang málsins, og þetta ætluðust andstæðingarnir
til að honum yrði að falli. Þeir hjeldu fram gegn
símalagningunni loftskeytasambandi frá útlöndum til
Reykjavíkur, en H. H. lagði megináhersluna á það,
að fá þegar í stað símasamband innanlands, jafn-
framt sambandinu út á við. Meðan á þingi stóð
stefndu forvígismenn stjórnarandstæðinga flokks-
mönnum sínum utan af landi í hópum til Reykja-
víkur og áttu þeir að mótmæla símalagningunni. Var
jafnvel ráðgerð aðför að þinginu í því skyni, en úr
henni varð þó ekki annað en það, að nokkrum þing-
mönnum, sem málinu voru fyigjandi, voru sendar
áskoranir um að leggja niður þingmensku. En fjöl-
mennur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli
og var hann nefndur »Bændafundurinn«, enda þótt
stjómarandstæðingar í Reykjavík ættu einir upptök
að honum, og þá sjerstaklega Björn Jónsson ritstjóri,
en nú var hann orðinn aðalkrafturinn í andstöðunni
gegn stjórninni. Fundurinn sendi nefnd á fund ráð-
herra með áskorun um, að hann ljeti þetta mál nið-
ur falla, en hún fjekk neitandi svar. Og er málið
hafði verið samþykt á þingi, var gengið með mót-
mælaskjöl gegn símanum til undirskrifta um öll kjör-
dæmi landsins, og jafnvel gengið svo langt, að stað-
festing laganna var andmælt. En öll þessi mótstaða
varð að engu. Símalagningin var framkvæmd hik-
laust, og gekk verkið svo íljótt frá heudi að furðu
sætir, er athugaðir eru allir erfiðleikar, sem í vegi
voru. H. H. ljet engan bilbug á sjer finna, og hafði
lika örugt fylgi flokksmanna sinna að baki sjer. Og