Andvari - 01.01.1923, Síða 32
28
Hannes Hafstein.
[Andvari.
ekki leið á löngu áður hann fengi alþjóðar þökk
fyrir þetta verk.
En friðurinn og samvinnan, sem hann hafði óskað
eftir, þegar hann tók við völdunum, fjekst ekki. Deil-
an um landsrjettindi fslands í sambandinu við Dan-
mörku var tekin upp að uýju, með kröfum um auk-
ið sjálfstæði. Landvarnarflokkurinn taldi ísland »inn-
)imað« í danska ríkið með ákvæðinu um flutning
mála þess i »ríkisráði« og var hávær um þau mál,
þótt fámennur væri, og enda þótt reynslan hvað eftir
annað mótmælti ýmsum kenningum, sem forsprakk-
ar hans fluttu, svo sem því, að ráðherra íslands yrði
að biðjast lausnar, ef stjórnarskifti'yrðu í Danmörku,
þá hjelt hann innlimunarkenningum sínum mjög á
lofti. Þjóðræðisflokkurinn tók einnig smátt og smátt
að sjer kenningar Landvarnarmanna, og verður því
þó ekki neitað, að forsprakkar hans allir höfðu fall-
ist á stjórnarbótarfrumvarpið og talið það sitt verk,
enda ágætt, meðan þeir gerðu sjer vonir um, að
maður úr þeirra flokki fengi völdin i hendur. Var
nú óspart vegið að H. H. og flokki hans af and-
stöðuflokkunum og kallaö, að hann stæði í vegi
fyrir sjálfstæðiskröfum íslendinga og gengi þar er-
indi Dana.
En sannleikurinn var sá, að enda þótt H. H. muni
í fyrstu eftir að hann tók við völdum hafa hugsað
sjer, að beina kröftum sínum og áhrifum að umbóta-
málum innanlands, þá snerist hugur hans mjög bráð-
lega að sjálfstæðismálunum, eða sambandsmálinu. I
byrjun ársins 1906 urðu konungaskifti í Danmörku,
Kristján IX. andaðist, en til ríkis kom Friðrik VIII.
Fyrsta verk hans, er ísland snerti, var það, að hann,
auðvitað í samráði við H. H., bauð Alþingi íslend-