Andvari - 01.01.1923, Síða 35
Andvari.]
Hannes Hafstein.
31
upphaf að ráðstöfunum íslandi til hags og blessunar«.
— Á öðru leitinu voru Þjóðræðismenn og Landvarn-
armenn með sínar kröfur. Þeir hjeldu fund á Þing-
völlum 29. júni og gerðu þar svohljóðandi samþykt:
»Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við
Dani um afstöðu landanna sje gerður á þeim grund-
velli einum, að ísland sje frjálst land i konungssam-
bandi við Danmörku, með fullu jafnrjetti og fullu
valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála
má hvor aðili um sig segja upp. Fundurinn mótmæl-
ir allri sáttmálagerð, sem skemra fer, og telur þá
eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi
naist slíkir samningar, sem nefndir voru«. Einnig
tekur fundurinn fram, að hann telji sjálfsagt, að ís-
land liaíi sjerstakan fána og að þegnrjettur vor verði
íslenskur. Á þessum fundi runnu Þjóðræðisflokkur-
inn og Landvarnarflokkurinn saman í eitt og hlaut
sá flokkur nú nafnið Sjálfstæðisflokkur. Munu Land-
varnarmenn hafa komið inn í fundarsamþyktina
þeim orðum, sein að skilnaði lúta, og yfir höfuð er
samþyktin mjög í þeirra anda. — En þess verða
menn að gæta um afstöðu flokkanna í sjálfstæðis-
málinu á þessu stigi, að H. H. og hans flokkur bera
alla ábyrgðina, en að hinir eiga auðvelt með að
spenna bogann hátt og liafa, meira að segja, þá hvöt
til að gera það, að kröfur þeirra eiga að framkvæm-
ast af andstæðingunum, eða þá öll mistök, sem á
því kynnu að verða, að bitna á þeirn.
Koma Friðriks konungs VIII. og danskra Ríkis-
þingsmanna hingað surnarið 1907 var merkisviðburð-
ur og stóð í beinu sainbandi við hinar fyrirhuguðu
breytingar á stjórnmálasambandi íslands við Dan-
mörku. H. H. gerði sjer alt far um, að viðtökurnar