Andvari - 01.01.1923, Side 36
32
Hannes Hafstein.
| Andvari.
yrðu sem veglegastar, og var öll framkoma hans við
móttökuna hin skörulegasta. Konungur og fylgdarlið
hans kannaði ókunna stigu og þótti förin skemtileg.
Sagði konungur að lokum, að ef þjóðhöfðingjar Ev-
rópu vissu, hvernig för sú hefði verið, mundu þeir
allir öfunda sig. Stjórnarandstæðingar ljetu og alla
misklíð niður falla meðan konungur var hjer, enda
höfðu þeir einnig valið menn í móttökunefndina, og
bar ekki á öðru en að allir væru samtaka og ein-
huga um það, sem fram fór, þótt nokkrar skærur
yrðu út af því eftir á. Konungur sjálfur kom þannig
fram, að íslendingar töldu sig alment eiga hauk í
horni þar sem hann var og treystu honum til alls
hins besta um sín mál. Einkum vakti það mikla eft-
irtekt og flaug á vindanna vængjum um alt land, að
konungur hefði í ræðu á Kolviðarhóli, á leið til
Reykjavíkur úr landförinni, talað um »bæði ríkin«,
Danmörk og ísland, en það fylgdi sögunni, að stjórn-
arformaðurinn danski hefði á eftir brugðið honum á
eintal og látið í Ijósi óánægju yfir þeim orðum.
Sambandslaga-milliþinganefndina skipaði konungur
rjett eftir að hann kom til Reykjavíkur, 30. júli 1907.
Nefndin var skipuð 20 mönnum. Þar af 7 íslensk-
um. Hafði Alþingi bent á, hverja velja skyldi, eftir
tilmælum ráðberra, og gekk það í töluverðu þófi.
Eftir atkvæðamagni i þinginu áttu stjórnarmenn rjett
til að nefna 4 menn í nefndina, en stjórnarandstæð-
ingar 2. Ráðherrann var sjálfkjörinn. Stjórnarmenn
Ijetu þó andstæðingaflokknum fúslega eftir eitt af
þeim sætum, sem þeim bar að skipa, svo að 3
yrði til nefndir úr hvorum flokki, og var það ætlun-
in, að Þjóðræðismenn fengju 2 fulltrúa og Landvarn-
arflokkurinn 1. En eini maðurinn, sem Landvarn-