Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 37
Andvari.|
Hannes Hafstein.
33
arflokkurinn átti á þingi, Sigurður prófastur Jensson,
skarst úr leik og vildi ekki taka sæti í nefndinni.
Stjórnarmenn buða, eftir sem áður, að andstæðinga-
flokkurinn nefndi til 3 menn og mæltist til, að með-
al þeirra yrðu foringjar flokksins, Skúli Thoroddsen
og Valtýr Guðmundsson. En V. G. vildi ekki taka
sæti í nefndinni. Voru þá kosnir af hálfu Heima-
stjórnarflokksins, auk ráðherrans, Jón Magnússon
bæjarfógeti og sýslumennirnir Lárus H. Bjarnason og
Steingrímur Jónsson, en af hálfu Sjálfstæðisflokksins:
Jóhannes Jóhannesson sýslumaður, Skúli Thorodd-
sen og Stefán Stefánsson skólastjóri. Landvarnar-
menn vildu koma foringja sínum, Jóni yflrdómara
Jenssyni, í nefndina, en það var ekki hægt vegna
þess, að þingmenn einir skyldu eiga sæti í nefnd-
inni, en Jón Jensson var þá ekki þingmaður.
Nefndin tók til starfa í Kaupmannahöfn næsta vet-
ur, í febrúar, og hafði lokið störfum í maí um vor-
ið. Var þá fengið samkomulag um frumvarp til sam-
bandslaga, er allir nefndarmenn hjetu fylgi, nema
Skúli Thoroddsen. Hann gerði ágreiningsatkvæði og
vildi ekki aðhyllast frumvarpið óbreytt. En með þessu
frumvarpi kemst sjálfstæðismál Islands inn á nýjar
brautir, og hefur því starf sambandslaganefndarinnar
frá 1908 orðið upphaf og grundvöllur alls þess, sem
síðar hefur gerst í því máli. Fyrsta grein frumv. er
svohljóðandi: »ísland er frjálst og sjálfstætt land, er
eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við
Danmörku um einn og sama konung og þau mál,
er báðir aðiljar hafa orðið ásáttir um að telja sam-
eiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því
í ríkjasambandi (statsforbindelse), er nefnist veldi
Danakonungs (det samlede danske rige)«. Siðan eru