Andvari - 01.01.1923, Page 39
Andvari.]
Hannes Hafstein.
35
uð, því í danska textanum stæði alt annað. Yfir
höfuð kvað það við, að öllum gömlum og góðum
landsrjettindum væri á glæ kastað í frumvarpinu og
landið ofurselt og innlimað Danmörku. Mun flestum
svo fara nú eftir á, að þeir undrist stórum, er þeir
lesa ýmislegt það, sem skrifað var móti sambands-
Jagafruinvarpinu sumarið 1908. Þó gengu ýmsir af
stjórnarandstæðingum frá fyrri árum yfir um og gerð-
ust formælendur frumvarpsins, svo sem Jón Jensson
yfirdómari og dr. Valtýr Guðmundsson. En við kosn-
ingarnar urðu fylgismenn frumvarpsins í miklum
minni hluta, komu að 10 mönnum, en hinir 24. H.
H. fór um sumarið víða um land og hjelt fundi til
þess að skýra fyrir mönnum ákvæði frumvarpsins
og mæla með því. En mótstaðan var afarhávær frá
liinna hálfu, eins og fyr segir. Kjósendur munu yíir-
leitt hafa haft of stuttan tíma til að álta sig á mál-
inu, með því líka að þá stóð yfir mesti annalími
ársins. Ælla má, að fyrir meginhluta kjósendanna
hafi það ekki vakað, að frumvarpið yrði felt, held-
ur hitt, að breytingar fengjust á því í þá átt, sem
Sk. Th. hafði lagt til, því með nafni hans var mikið
flaggað í mótstöðunni gegn frumvarpinu, enda þótt
hann ætti, að öðru leyti, lílinn þált í henni sjálfur.
Næsta vetur var á Alþingi samþykt vantraustsyfir-
lýsing til H. H. með miklum atkvæðamun, og baðst
hann þá lausnar, en benti á Björn Jónsson ritstjóra
til að taka við, samkvæmt vilja meirihlutans á þingi.
En konungur boðaði forseta þingsins alla þrjá á sinn
fund, þá rilstjórana Björn Jónsson og Hannes Þor-
sleinsson og Kristján Jónsson dómstjóra. Skýiði for-
sætisráðherra Dana frá erindrekslri þeirra í opin-
berri tilkynningu á þessa leið: wAlþingisforsetarnir