Andvari - 01.01.1923, Síða 40
36
Hannes Hafstein.
(Andvari.
settu fyrst fram kröfur sínar, þ. e. a. s. kröfur meiri
hluta Alþingis, í stuttu máli, en i höfuðatriðunum er
þar farið fram á persónusamband við Danmörku, og
lýsti forsætisráðherrann því yfir, að stjórnin (danska)
hlyti að telja þá málaskipun öldungis ófáanlega. Síð-
an voru rædd nánar einstök atriði í nefndaruppkast-
inu og ljetu hinir íslensku stjórnmálameun uppi þær
mótbárur, er þeir höfðu fram að færa gegn þeim, ef
svo færi, að hugsað væri um frekari samninga á
þeim grundvelli, þ. e. innan umgerðar uppkastsins.
Það voru einkum þau mál, sem eftir uppkastinu eiga
að vera sameiginleg, sem nákvæmlega voru rædd, og
óskuðu alþingismennirnir, að þau yrðu svo fá, sem
fremst mætti verða. — Þar sem það nú kom í ljós,
að skoðanirnar voru mjög fjarstæðar, eigi að eins
um tillögugrundvöllinn, heldur og, að eigi var talið
gerlegt af hálfu Danmerkur að ganga að nokkrum
hinum minstu efnisbreytingum á frumvarpstextanum,
og lögð sterk áhersla á það, að meiri hluti hinna
dönsku nefndarmanna hefði þokað svo langt til sam-
komulags sem með nokkru móti væri unt að gera
— þá varð úrsiitaálitið það, að sem stendur væri
ekkert útlit til þess, að málið gæti náð fram að ganga
á viðunanlegan hátt. — Þar á móti voru í Ijósi látn-
ar, bæði frá hlið alþingisforsetanna og forsætisráð-
herrans, bestu vonir um, að síðar meir mætti takast
að finna leið til þess að nálægja skoðanirnar hvora
annari, með tilhliðrunarsemi á báða bóga, svo að aí
samningunum yrði verklegur árangur, er miðaði til
þess að festa og þróa hið góða samkomulag milli
landanna«.
Tók nú B. J. við ráðherraembættinu og gerðu þá
dönsk blöð sjer mikið far um að ná viðtali við hann