Andvari - 01.01.1923, Síða 41
Anclvari.l
Hannes Hafstein.
37
og spyrja hann um íslensku stjórnmáladeiluna, en
hann mælti alt vingjarnlega í garð Dana og kvað
enga hættu á skilnaðarhreyfingu hjer á landi. Var
nú þegar sýnilegt, að engum verulegum breytingum
á frumvarpi sambandslaganefndarinnar fengist fram-
gengt. En fyrir Alþingi voru lögð tvö frumvörp. H.
H. lagði nefndarfrumvarpið fram, með nokkrum
breytingum, sem hann taldi fáanlegar, þar á meðal
á 1. gr., og skyldi hún nú byrja með þessum orð-
um: »ísland er frjálst og sjálfstætt ríki«. En frum-
varpið var felt, og þingið samþykti annað frumvarp,
með þeim kröfum, sem öllum var þá ljóst, að ekki
næðu samþykki í Danmörku, enda fylgdi B. J. því
ekkert fram, og var það meðal annars notað af ýms-
um flokksmönnum hans til þess að steypa honum
af stóli á næsta þingi, 1911.
Eftir að B. J. varð ráðherra, varð H. H. formað-
ur stjórnar Heimastjórnarflokksins og átti því mik-
inn þátt í andstöðu þeirri, sem hafin var gegn B. J.,
einkum eftir að »bankamálið« svo nefnda, út af
brottrekstri Landsbankastjórnarinnar, kom til sög-
unnar, haustið 1909. Gekk mikið á út af því máli,
eins og mörgum mun minnistætt. Meira en helm-
ingur þingmanna, þar á meðal forsetar beggja deilda,
skoruðu á ráðherra að kalla saman aukaþing út af
þvi máli sumarið 1910, en hann varð ekki við á-
skoruninni. í þingbyrjun 1911 var svo samþykt van-
traustsyfirlýsing til hans, og áttu fiokksmenn hans
nokkrir frumkvæði að benni, eins og fyr segir, en
Kristján Jónsson dómstjóri, einn af þeim þremur
mönnum i Landsbankastjórninni, sem frá hafði verið
vikið, varð þá ráðherra, með stuðningi Heimastjórn-
arflokksins og þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem
3