Andvari - 01.01.1923, Page 43
Andvari.]
Hannes Hafslein.
39
og Danmerkur, gangi saman í nýjan þingflokk með
þeim skilyrðum, að ílokkurinn skuldbindi sig til þess
að vinna í sameiningu að því, að sambandsmálið
verði sem fyrst til lykta leitt, og fylgi því fram, eftir
atvikum með þeim breytingum á frumvarpi milli-
landanefndarinnar 1908, sem ætla má að verði til
þess að sameina sem mestan þorra þjóðarinnar um
málið, og jafnframt eru líklegar til þess, að um þær
náist samkonmlag við Danmörku«. Ráðberra var svo
með þingsályktun falið, að leitast fyrir í Dan-
mörku um undírtektirnar. Frá þeim skýrði hann á
fundi, sem haldinn var í stjórnarráðshúsiuu rjett eftir
heimkomu hans frá Kaupmannahöfn í desember 1912
og til var boðið þeiin Alþingismönnum, sem til náð-
ist, ásamt nokkrum mönnum öðrum. En árangurinn
af málaleituninni var sá, að D.rnir vildu að meira
eða minna leyti taka til greina breytingar þær, sein
Sambandsflokkurinn hafði komið sjer saman um að
bera fram, en jafnframt vildu þeir einnig koma fram
breytingum á nefndarfrumvarpinu frá 1908 sjer í
bag, svo sem uin fæðingjarjettinn og landbelgina,
svo að í heild sinni þótti nú uppkastið, með þeim
breytingum, sem fáanlegar voru, óaðgengilegra en
nefndarfrumvarpið óbreytt. H. H. birti þetta frum-
varpsuppkast með þeim ummælum, að það væri
hvorki tilboð frá Dönum nje tillaga frá sjer, heldur
ætti það að sýna, hvað hann, eftir undirtektum þeim,
sem hann hefði mætt, yrði að telja hið mesta, sem
unt væri að fá framgengt í Danmörku nú á grund-
velli sambandslagafrumv. frá 1908 og í sambandi við
lillögur þingmanna 1912, og það þó því að eins unt,
að frumvarp, þannig lagað, yrði tekið upp að fyrra
bragði at tslendinga hálfu og samþykt af Alþingi
3’