Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 44
40
Hannes Hafstein.
(Andvari.
áður en það væri borið undir Ríkisþingið. »Frum-
varpið verður því að eins lagt fyrir þingið af stjórn-
arinnar hálfu«, sagði hann, »að þjóðin hafi áður, við
nýjar kosningar, eða á annan hátt, látið í ljósi, að
hún óski þess, og engar ákvarðanir verið teknnr um,
hvort málið skuli, þannig vaxið, borið undir þjóðina,
fyr en Alþingismenn hafa átt kost á að athuga það
í sameiningu á næsta sumri«.
Á sljórnarráðsfundinum, sem fyr er gelið, kom það
fram, að samkomulag mundi ekki verða innan Sam-
bandsflokksins um fylgi við þetta, sem nú reyndist
fáanlegt. H. H. hafði lagt sig allan fram í utanför-
inni, til þess að ná þeim árangri, sem flokkurinn gæti
óskiftur felt sig við, en orðið þess mjög svo var, að
afstaða ýmsra þeirra manna í Danmörku, sem áður
höfðn sýnt rnestan áhuga á lausn sambandsmálsins,
var orðin alt önnur nú en áður hafði verið. Friðrik
konungur VIII. var dáinn. Hann andaðist vorið 1912.
En öll sú tilraun, sem gerð var á árunum 1906 —
1908, til þess að koma fram lausn á sainbandsmál-
inu, hafði verið mjög við hann bundin og honum
áhugamál, að koma henni í verk. Hjer heima fyiir
var einnig högum breytt. Björn Jónsson, sem var
með í Sambandsflokknum, andaðist haustið 1912, og
á síðustu tímum hafði hann mist þau áhrif, sem
hann áður hafði. Fegar til þings kom, sumarið 1913,
samþykti Sambandsflokkurinn, eftir tillögu frá H. H.
sjálfum, að breyfa ekki við sambandsmálinu á þvi
þingi. Sambandsflokkurinn tvistraðist þá, og gömlu
flokkarnir, Heimastjórnarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn, duttu einnig í mola. Var róstusamt fram-
an af þessu þingi, og snerust ýmsir gamlir llokks-
menn H. H. til mótstöðu við hann í sambandi við