Andvari - 01.01.1923, Side 48
44
Hannes Hafstein.
lAndvari.
leyti aftur, þótt eigi fengi hann fulla heilsu. Og er
landskosningar til Alþingis fóru fiam í fyrsta sinn,
suinarið 1916, var nafn hens setl efst á lista Heima-
stjórnarflokksins, sem hæsta fjekk atkvæðatöluna,
svo að Hannes Hafstein varð fyrsti landskjörni
þingmaðurinn, en frá 1903 og fram til þessa hafði
hann setið á þingi fyrir Eyfirðinga. Síðast .sat hann
á þingi sumarið 1917. Þá fjekk hann enn slag, með-
an á þingi stóð, og eftir það var heilsa hans þrotin.
Hann dvaldi um tima undir læknis hendi í Kaup-
mannahöfn, en kom jafnveikur heim aftur, og eftir
það var hann að mestu leyti rúmfastur og oft sár-
þjáður. Öll von um bata hvarf brátt, og það varð
sýnilegt, að dauðinn mundi verða eini endirinn á
þjáningum hans.
H. H. var sviftur heilsu og kröftum mitt i starfi
og stríði lífsins. Og þar var stórt skarð höggvið.
Hann var forvígismaður íslensku þjóðarinnar, meira
metinn en nokkur annar, og var meir og meir að
ná almennri tiltrú og vinsældum, án tillits til flokka-
skiftingar og einstakra deilumála. AUir fundu, að
burtu var kipt af starfsviðinu mesta og besta kraftin-
um. Hann lifði það, að sambandsmálinu var til lykta
ráðið, árið 1918, en hann lifði það á þann hátt, að
hann hafði litla vitneskju um, hverju fram fór.
Alla tíð, meðan hann fór með völd, átti hann við
megnan mótbyr að stríða eins og sýnt hefur verið
hjer á undan; sú tíð var fyrir hann látlaust stríð, og
það gekk ekki nærri því altaf að óskum hans. En mjög
var hann einkendur, hvar sem hann fór, merki hans
var glæsilegt og bar jafnan hált, því haun var fædd-
ur foringi. Auk þess, hve gervilegur maður hann var
og glæsilegur í framgöngu, var hann hinn skemtileg-