Andvari - 01.01.1923, Page 50
46
Hannes Hafstein.
[Andvari.
þeirra hluta vegna, að koma frpm fyrir hönd lands-
ins við opinber tækifæri. Gestrisni þeirra var alveg
framúrskarandi, bæði á ísafirði, og þá ekki siðar
eftir að hann hafði hlotið ráðherratign, langt um
efni fram«. — Þau hjónin eignuðust 10 börn og eru
8 þeirra á lífi, sjö dætur og einn sonur. Fjórar elstu
dæturnar eru giftar: Ástríður Þórarni Krisljánssyni
verkfræðingi í Reykjavík, Þörunn Ragnari H. Kvaran
presti í Winnipeg, Sigríðpr Geir Thorsteinsson fram-
og Soffia Hauk Thors
framkvæmdastjóra í Reykjavik. Hinar þrjár heita:
Ragnheiður, Elín og Kristjana, en sonurinn Sigurður.
Hjer að framan hefur verið sagt frá kveðskap H.
H. á yngri árum og þeim viðtökum, sem hann fjekk.
Frá þeim árum eru flest af Ijóðum hans. Þau eru
æskusöngvar, full af fjöri, þrótti og heilbrigðri lífs-
gleði. Annara tóna gætir þar varla á þeim árum.
þessi alkunna vísa um sólina er kveðin ekki löngu
eftir að hann kom heim til íslands frá náminu i
Kaupmannahöfn:
»Geislar hennar út um alt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
Himneskt er að lifa«.
Svo fer hugsunin um þjóðmálin að koma meir og
meir fram í kvæðum hans, t. d. í »Brúardrápunni«,
sem fagnar Ölvesárbrúnni fullgerðri, fyrstu stór-
brúnni, sem reist var hjer á landi (1891). Þar er
þetta erindi: