Andvari - 01.01.1923, Page 51
Andvari.l
Hannes Hafstein.
47
»Vakni von og kvikni
varmur neisti’ í barmi,
mest er mannverk treystum
móðurjarðar góðu.
Tjáir ei við hreptan hag að búa.
Hjer á landi parf svo margt að brúa:
jökulár á landi og i lundu,
lognhyl margan bæði’ í sál og grundu«.
1 Aldamóta-kvæðinu er aðalefnið hið satna, og kem-
ur þar skýrt fram sú trú á viðreisn Jandsins, sem
var svo rík hjá H. H. á fyrstu stjórnarárum hans:
»Sje jeg í anda knör og vagna knúða
krafti, sem vanst úr fossa pinna skrúða,
stritandi vjelar, starfsmenn glaða’ og prúða,
stjórnfrjálsa pjóð, með verslun eigin búða«.
Eitt kvæði er til eftir hann frá þessum fyrstu
stjórnaráruni hans, og er það lýsing á vorleysingum,
sem jafnfraint á við stjórnmáladeilurnar, sem þá
stóðu yfir:
»Meðan ísar brotna og pokur protna,
er pörf á rosum að hreinsa til.
Pví meir sem geysist, pess ljúfar leysist,
og Ioksins fellur svo alt i vií,
svo blómin glóa og börðm gróa
og blika sólroðin húsapil«.
Þetta kvæði endar á vísuorðunum, sem hann hef-
ur valið Ljóðabók sinni fyrir einkunnarorð: »Heilir
hildar til, heilir hildi frá koma bermenn vorgróðurs
ísalands«. Hann gaf blaði þetta kvæði nýort til prent-
unar eitt sinn, er hann var að búa sig til utanfarar
í stjórnmálaerindum. Og hvað eftir annað komu frá
honum smá-lagfæringar, síðast rjett áður en hann
steig á skipsfjöl. Svo ríkt var kvæðið í huga hans.