Andvari - 01.01.1923, Page 52
48
Hannes Hafstein.
(Andvari.
Næsta stjórnmálakvæðið er ort eftir að hann fór
frá völdum i fyrra skiftið og tilraunir hans til þess
að koma sambandsmálinu fram höfðu mishepnast.
Þar kveður líka við annan tón. Kvæðið heitir »Land-
sýn«. Höf. kemur af hafi eftir stórviðri á stjörnu-
björtu vetrarkvöldi og virðir fyrir sjer landið frá þil-
fari skipsins. Eftir lýsinguna á þessu, með stjórn-
málaiifið í baksýn, endar kvæðið á þessu erindi:
»Land mitt! Pú ert sem órættur draumur,
óráðin gáta, fyrirheit.
Hvernig hann ræðst pinn hvirfingastraumur
hverfulia bylja — enginn veit.
Hvað verður úr pínum hrynjandi fossum?
Hvað verður úr pínum flöktandi blossum?
Drottinn, lát strauma af lífssólar ljósi
læsast i farveg um hjartnanna pel.
Varna pú byljum frá ólánsins ósi.
Unn oss að vitkast og proskast.
Gef heill, sem er sterkari’ en Hel«.
Frá sama tíma og þetta eru »Minningarljóðin« um
Jón Sigurðsson, »Vorkvæðið« (1911) og »Landið
góða, landið kæra« — alt ættjarðarkvæði og hvata-
kvæði undir eins. Kvæðið »í hafisnum« er síðar ort.
Menn hafa haldið, að höf. ætti við sjálfan sig, er
hann lýsir skipstjóranum, sem bjargar skipi sínu og
skipshöfn, en stendur sjálfur eftir á hafísjakanum og
biður dauða sins, og vel má vera að svo sje,
þótt ekkert sje í kvæðinu, sem gefi beint tilefni til
að leggja þann skilning í það. En þetta kvæði er
eitt af stórfeldustu kvæðum hans.
Nýir og áður óþektir tónar hjá honum koma fram
í saknaðarljóðunum eftir konu hans. Þegar þau eru
borin sarnan við gleðikvæði og gáskakvæði æskuár-
anua, og hin þróltmiklu hvatakvæði þroskaáranna,