Andvari - 01.01.1923, Page 54
Andvari.
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
Eftir
Eirik Briem.
1. Maðurinn er svo gjörður, að með líkama sín-
um einum er hann síður íær um að bjarga sjer en
flestallar aðrar skepnur. Bæði er það mjög óvíða, að
jörðin framleiði sjálfkrafa nægilegt viðurværi handa
mönnum, er þeir geti náð með höndunum einum,
og það þá að eins handa fáum á hverjum stað, og
svo eru þar víðast villidýr, sem maðurinn með lík-
amanum einum getur hvorki varið sig fyrir nje flú-
ið undan. Eigi að síður hafa mennirnir, frá því menn
fyrst vita um þá, verið yíirsterkari öllum dýrum og
viðurværisskortur hefur ekki verið því til fyrirstöðu,
að þeir hafa getað aukist og margtaldast og útbreiðst
um jörðina. t'etta er því að þakka, að maðurinn er
því viti gæddur, að hann hefur getað fundið upp og
með sinni lagvirku hendi búið til allskonar gagnleg
verkfæri, t. d. vopn til að verjast dýrunum og leggja
þau að velli. Sum dýr hefur hann tarnið og notað
þau sein verkfæri til að vinna ýinisleg störf eða
framleiða gagnlegar afurðir, svo sem kjöt, skinn,
mjólk og egg. Jörðina hefur hann farið að rækta og
þannig gjört hana að verkfæri til að framleiða þann