Andvari - 01.01.1923, Side 56
52
Um framleiðslufje og lifskrafafje.
[Andvari.
sem ætlaðar eru til matar á heimilinu, til lífskrafa-
fjárins, en ef svo eitthvað af þeim er haft til út-
sæðis, þá verða þær framleiðslufje, því að þá eru
þær notaðar sem verkfæri til að framleiða nýjar
kartöflur. En þótt mörkin milli flokka þessara sjeu
ekki skír, að því er einstaka hluti snertir, þá er þó
vert að gefa gaum að þeim verulega mun, sem á þeim
er í eðli sínu. Af lifski afafje þarf hver maður að hafa
að minsta kosti svo mikið sem nauðsynlegt er til lífs-
bjargar, en af framleiðslufje þarf hann ekkert að
hafa, ef hann stundar ekki neinn atvinnurekstur,
heldur fær nægilegt uppeldi á annan hátt, t. d. með
þvi að vinna fyrir kaupi hjá öðrum. Aftur á móti
þarf hver sem stundar einhvern atvinnurekstur að
hafa nægilegt fje til að reka hann, hvort sem hann
á það sjálfur eða hefur það að láni; og í hverju
þjóðfjelagi, hverju riki, þarf jafnan að vera til svo
mikið framleiðslufje, sem þörf er á, til að afla þess
lífskrafafjár, sem nauðsynlegt er handa öllum íbú-
um ríkisins, því að framleiðslufjeð er skilyrði fyrir
öllum atvinnurekstri. Erflðið sjálft fær litlu eða engu
áorkað, ef menn hafa ekki nóg af hentugum verk-
færum. En við atvinnureksturinn framleiðist það,
sem íbúarnir hafa á að lifa eða sem skifta má fyrir
það; við hann veitist og atvinna þeim, sem við hann
vinna eða við hann skifta, og hann ber að mestu
leyti gjöld ríkisins og sveitarinnar. Meðal annars er
nægilegt framleiðslufje nauðsynlegt til þess að at-
vinnureksturinn geti veiið stundaður með sem full-
komnustum áhölduin. Mannkynið lifir að miklu leyti
á framleiðslufje því, sem undanfarnar kynslóðir hafa
aflað.
Hver maður ræður því sjálfur, hve mikið af eign