Andvari - 01.01.1923, Page 57
Andvari.]
Ura fraraleiðslufje og lífskrafafje.
53
sinni og tekjum hann hefur fyrir lífskrafafje og hve
mikið fyrir framleiðslufje.
3. Sum af gæðum náttúrunnar eru þar fyrirliggj-
andi, svo sem málmar í jörðu, en sum framleiðast
smám saman, einkum við verkanir sólarinnar, svo
sem flest, sem haft er til fæðis og fata. í sambandi
við þetta er það, að sumt framleiðslufje getur vaxið
af sjálfu sjer með tímanum. Lítil trjáplanta verður
með tímanum að stóru og verðmiklu trje. Grasið
vex ár frá ári á jörðinni og búfjenaðurinn lifir á
því, vex og fjölgar, og þannig ber sú eign, sem fólg-
in er í jarðeign og bútjenaði, stöðugan arð, enda
hefur frá aldaöðli leiga verið goldin eftir land og
búf|enað, er menn hafa fengið til afnota hjá öðrum.
Af því að skifta má hvaða fje sem er fyrir slíkt
framleiðslufje, þá getur hver maður gjört fje sitt
með því beinlinis arðberandi; peningar eru t. d. ekki
beinlinis arðberandi, en af þvi að fyrir þá má fá
þá hluti, sem eru beinlínis arðberandi, þá má hafa
arð af þeim, og sama er að segja um hverja aðra
verðmæta eign. Við hverj'a starfrækslu sem er aflast
mikið meira með nægum og hentugum verkfærum
en án þeirra, og að því leyti sem munurinn er verk-
færunum að þakka, þá má einnig segja, að þau hver
sem þau eru beri arð. Ef maður stundar einhverja
atvinnu og fær að láni nokkuð af verkfærunum, sem
hann notar, eða peninga til að kaupa þau fyrir, þá er
og ekki nema eðlilegt, að hann borgi lánveitandanum
nokkuð fyrir að sleppa um sinn umráðum yfir því
fje, sem hann lánar, svo að hann getur um láns-
tímann hvorki haft arð af því sem framleiðslufje
eða gert sjer gott af því sem lífskrafafje. Eignarrjett-
4