Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 58
54
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
[Andvarik.
urinn felur í sjer rjett til umráða yfir eigninni, af-
nota og arðs af henni.
4. Upphæð vaxta fer eins og verð á vörum í við-
skiftum manna eítir samkomulagi. Hún getur yfir-
leitt ekki verið eins mikil eins og gagnið, sem lán-
takandinn væntir eftir að hafa aí lánsfjenu, en þú
ekki minni en gagnið, sem lánveitandinn telur sig
geta haft af því að verja því á annan hátt. Vext-
irnir geta því hækkað og lækkað eftir atvikum, en
venjulega fer upphæð vaxta á hverjum stað og tíma
annars vegar eftir þvi, liverjum arði menn vænta eflir
af aukinni starfrækslu, en hins vegar eflir því hve
mikið fje er á lausum kjala, sem fengist getur að
láni. Hvort vextir á koinandi öldum verða hærri eða
lægri en á liðnum öldum, veit enginn um.
Hver fjárhæð getur með tímanum vaxið mjög mik-
ið, ef miklum hluta vaxtanna er stöðugt bætt við
höfuðstólinn, því vegna vaxlavaxtanna verður árlega
viðbótin áður en á löngu Iiður margfalt meiri en
allir ársvextirnir voru upphaflega, og að sama skapi
margfaldast einnig sá hluti vaxtanna, sem útborgash
5. Svo sem vitanlegt er, eru það margir menn, sem
við örbirgð og skort eiga að búa, og þar sem hins
vegar má sjá mikinn auð í höndum einstakra manna,
þá íinynda sumir sjer, að bæta mælti úr skorti fá-
tæklinganna að eins með því að skifta auði hinna
auðugu milli hinna fátæku, en þessir menn gæta ekki
að muninum á framleiðslufje og lífskrafafje; þeir
gæta ekki þess, að auður þeirra, sem hann hafa, er
að mestu fólginn í framleiðslufje og ef mikið af því
væri tekið til að bæta úr skorti fátækra manna, þá
væri með því framleiðslufjeð í landinu skert að mikl-
um mun; við það hlyti allur atvinnurekstur stórum