Andvari - 01.01.1923, Síða 59
Andvari.]
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
55
að minka og skorturinn og atvinnuleysið mundi
síðar verða stórum meiri en nú. Hversu hörmulegar
afleiðingar það getur haft, ef framleiðslufjeð minkar
að mun, sýndi sig t. d. við fellinn mikla hjer á landi
eftir Skaftáreldinn 1783. Það voru bændurnir, er þá
mistu búfjenaðinn og þar með verkfærin til að hag-
' nýta sjer grasið á jörðinni, en afleiðingarnar komu
niður á fleirum en þeim. Vinnufólkið og kaupafólk-
ið varð atvinnulaust og fólkið dó svo þúsundum
skifti úr hungri og harðrjetti. 1 ófriðnum mikla
eyddu menn og eyðilögðu ákaflega mikið framleiðslu-
fje, og afleiðingin sýnir sig í þeirri neyð og því at-
vinnuleysi, sem verið heflr í ófriðarlöndunum og
víðar. Pegar verkfærin vanta til að framleiða það,
sem bætir úr þörfunum, þá er eðlilegt, að atvinna
minki og skorturinn komi í ljós,
6. Eins og það hefur slæmar afleiðingar, ef fram-
leiðslufjeð minkar, svo kemur og sama fram, þótt
framleiðslufjeð standi í stað, ef þarfirnar vaxa, en
hjá því er ekki hægt að komast og vil jeg nefna
hjer nokkur atriði, er að þvi lúta.
a. þegar fólk fjölgar í landinu, þá þarf það meira
sjer til framfæris og til að afla þess þarf meiri
atvinnurekstur. Til að auka atvinnureksturinn
þarf íleira vinnandi fólk og meira framleiðslufje.
Jafnframt því sem fólkinu fjölgar má búast við,
að þeim fjölgi, sem unnið geta að atvinnurekstr-
inum, en framleiðslufjeð þarf einnig að vaxa að
sama skapi. Verði það ekkij þá getur eigi at-
vinnureksturinn og framleiðslan vaxið að sama
skapi sem fólkinu fjölgar. Þarfirnar vaxa, en ekki
eins mikið það, sem úr þeim á að bæta.
b. Nú á timum er oft talað um ný áhöld og nýj-
4*