Andvari - 01.01.1923, Page 61
Andvari.]
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
57 .
verð gullsins sje ekki óbrevtilegt, þá er það þó
yfir höfuð minni og jafnari verðbreytingum und-
irorpið en flestir eða allir aðrir hlutir, Jafnframt
því sem gullpeningar eru hafðir fyrir gjaldeyri
í viðskiftum manna, þá er gullið einnig verð-
mælir allra annara hluta. En verð gullsins hef-
ur á undanförnum öldum smám saman lækkað
og við sama má búast framvegis þó hægt fari.
Ef nú verð tramleiðslufjár er talið í peningum,
þ. e. miðað við gull og upphæðin er hin sama
og áður, þá hefur fjeð í raun og veru minkað
um jafnmikið og gullið hefur fallið um á saina
tíma. Til þess að framleiðslufjeð sje jafnmikið
og áður, þarf það, talið til peninga, að vaxa
svo sem verðfalli gullsins nemur.
7. En þótt framleiðslufje þjóðarinnar vaxi svo sem
svarar öllu því, sem nú var talið, þá stendur það
reyndar tiltölulega í stað, en óskandi er að það vaxi
meira, svo að hagur þjóðarinnar geti farið batnandi.
Reyndar kunna einhverjir að segja að fátækir menn,
sem mest þurfa umbóta á hag sinum, hafi ekkert gott
af því, að mikið framleiðslufje sje til hjá öðrum og að
auður fari vaxandi hjá þeim. Þetta er þó of mikið
sagt. Við það að framleiðslufjeð vex, þá vex starf-
rækslan venjulega og um leið atvinna fyrir verka-
lýðinn. Gjöld til ríkis og sveilar verða því ljettari á
fátækum mönnum sem meira er af efnamönnum til
að bera þær byrðar. Enn fremur er það eigi sjaldan,
að efnamenn gefa gjafir, lífs eða liðnir, og taka þátt
sem um munar í samskotum til fátækra manna eða
til líknarstofnana, sem þeir hafa gott af. Við fráfall
auðmannanna skiftist auður þeirra milli erfingjanna
og dreifist svo smám saman út á meðal almennings.