Andvari - 01.01.1923, Side 62
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
[Andvari.
• 58
En þótt fátækir fnenn hafi þannig nokkuð gott af
því, að framleiðslufje fari vaxandi hjá þjóðinni,
hvers eign sem það svo er, þá þarf auðvitað meira
til að tryggja það, að þeir geti jafnan haft nóg til
að fullnægja nauðsynlegum lífskröfum, og verður vik-
ið að því síðar.
8. En hvernig fer framleiðslufjeð að vaxa? Sumir
álíta, að alt framleiðslufje sje eingöngu vinnunni að
þakka. Með vinnu, sem stjórnað er með ráðdeild
er náð í náttúrugæðin eða þau gjörð verðmætari, og
þannig framleiðist fje, en verkfærin, sem unnið er
með, framleiðslufjeð, á sinn verulega þátt í afrakstr-
inuin; án þess mundi vinnan ein hafa lítið eða ekk-
ert afrekað. Eins og vextirnir af framleiðslufjenu eru
borgun fyrir þann hlut, sem það á i framleiðslunni,
svo eru vinnulaunin borgun fyrir þann hlut, sem
vinnan á í henni. En hvort nokkuð af því, sem fram-
leiðisl við atvinnureksturinn, verður framleiðslufje, er
í hvert sinn óvíst. Það er fyrst við það, að eitthvert
fje er ekki notað sem lífskrafafje, heldur gjört
arðberandi, að það verður framleiðslufje. Það
myndast ekkert framleiðslufje, hversu mikið sem
unnið er og hversu mikið sem aflað er, ef því öllu
er eytt jafnóðum. Það er svo langt frá, að vinnunni
einni sje alt framleiðslufje að þakka, að eignir
geta vaxið í verði og mikið fje framleiðst, án þess
nokkur mannshönd komi þar nærri; þannig getur
skóglendi margfaldast í verði að eins með því að
láta vera að beita skóginn eða höggva hann um of1).
1) í Landnámu (Kh. útg. 1829) segir svo: »Hvamrnþórir nam land á
milli Laxár og Forsár ok bjó i Hvammi. Pórir deildi viö Ref hinn
gamla um kú þá er Brynja lijet ok Brynjudalr er viðkendr; sú kviga
liafði horfit Póri fur löngu; en sú kvíga fannst í Brynjudal þar er Refr
átti land ok 40 nauta með henni þeirra er öll voru frá lienni komin ok