Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 64
60
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
[Andvari-
kominn í höndum þeirra. Á hinn bóginn er það at-
hugavert, að lítið annað framleiðslufje er til en það,
sem er eign einstakra manna, því að það er engin
trygging fyrir því, að það aukist svo sem þörf er á
fyrir þjóðtjelagið. Eigendurnir ráða því sem sje sjálf-
ir, hvaða kröfur þeir gjöra til lifsins og hve miklu
þeir verja til að fullnægja þeim, og því getur einn
eytt á stuttum tíma, sem aðrir hafa verið lengi að
draga saman. Hjer er um þýðingarmikið mál að
ræða, því að aukist ekki framleiðslufjeð í landinu
að sama skapi og fólkinu fjölgar og þarfirnar vaxar
þá er atvinnuleysi og neyð óumflýjanleg afleiðing af
því. En ef hætt er við, að framleiðslufjeð aukist ekki
hjá einstaklingnum eins mikið og þörf er á, þá er
nauðsynlegt að bæta það upp með því að láta al-
mannafje í landinu aukast að mun. Það mundi
gjöra gagn eigi að eins með vöxtum þeim, sem út-
borgaðir væru, heldur og með höfuðstólnum, er lána
mætti út til alls konar framkvæmda.
12. Að láta almannafje aukast að mun er ekki
eins erfitt og virðast kann í fljótu bragði, þvi að
fjeð getur vaxið svo undra mikið með tímanum,
ef nokkuð miklu af vöxtunum er jafnan bætt við
höfuðstólinn. Nú eru til í landinu nokkuð margir
sjóðir, sem eru almannafje, en margir þeirra koma
lítið til greina í því tilliti, sem bjer er um að ræða,
því að ætlast er til, að svo litlu sje bætt við höfuð-
stól þeirra, að þeir geta ekki vaxið að sama skapi
sem búast má við að þarfirnar aukist, og það því síður
sem vextir kunna að lækka i framtíðinni. Töluvert al-
mannafje er það þó, sem ætlað er að vaxa meira en
þessu nemur. Til slíks almannafjár má að þessu
leyti telja fje í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu f