Andvari - 01.01.1923, Qupperneq 67
Andvari.]
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
63
ill hluti þeirra er eignalaus að heita má, og þetta er
ekki óeðlilegt. Það skiftir jafnan miklu, hvort at-
vinnu manna og ástæðum öllum er svo varið, að
þær hvetji menn til að safna nokkurri eign eða ekki.
Nú er atvinnu verkamannsins svo háttað, að hann
fær vinnulaun sín, hvort sem hann á nokkra eign
•eða ekki. Það, sem hann gæti haft afgangs af vinnu-
laununum, meðan hann er einhleypur, hefur hann því
•ekki mikla hvöt til að safna sjer, en hins vegar á
hann venjulega heima í bæjum, þar sem mikið er
um skemtanir og alls konar munað, og því leiðist
'hann til að gjöra allar tekjur sínar að eyðslufje.
Pegar hann svo fer að hafa fjölskyldu fram að færa,
þá hefur hann oft ekki annað við að styðjast en
vinnulaun sín, en eins og áður er tekið fram er ekki
bægt að treysta því, að þau geti jafnan verið svo
mikil, að unt sje að lifa á þeim einum með fjöl-
skyldu viðunanlegu lífi. F*að væri því mjög æskilegt,
að slikir menn gætu haft nokkuð annað við að
styðjast til viðbótar við það, sem þeir geta haft upp
úr verkum sínum1), og sama gildir um fátæka bænd-
ur og aðra efnalitla atvinnurekendur, sem oft hafa
þörf á viðbót við tekjur sínar eigi síður en verka-
menn. Þegar bráða neyð ber að hendi, verður að
grípa til þeirra úrræða til að afstýra henni, sem til-
tækilegust eru í hvert sinn, en til þess yfirleitt að
bæta kjör fátækra manna í framtíðinni hygg jeg, að
1) Sumir álíta að öll veruleg viðbót við viimulaunin mundi að
•eins verða til þess, að menn mundu þá vinna þeim mun minna. —
Ekki er því að neita, að þetta gæti komið iyrir, en enginn hikar við að
vökva jurtagarð, þegar þörf er á, þótt liann komist ekki lijá að vökva
illgresið um leið. Alment mundi þetta ekki verða, þyí að mennirnir eru
•ólikir dýrunum í því, að þeir gjöra því meiri kröíur tíi lifsins sem þeir
-geta betur fullnægt þcim.