Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 68
64
Um framleiðslufje og lífskrafafje.
[Andvari*
besta ráðið, ef ekki eina ráðið, mundi vera það, að
tryggja almenningi tekjur af eign til viðbótar við það,
sem menn geta unnið sjer inn.
15. Þetta, sem nú hefir nefnt verið, var það, sem
haft var fyrir augum með ákvæðunum um deild
hinnar æfinlegu erfingjarentu í Söfnunarsjóðnum1).
Fje það sem í hana er lagt fer stöðugt vaxandi og
dreifist jafnframt smámsaman út á meðal þjóðarinn-
ar. Auk þess sem fje þetta vex við ný innlög, þá
hlýtur það aukast þar um töluvert meira en helm-
ing vaxtanna, vegna þess að ekki eru borgaðir út úr
Söfnunarsjóðnum minni vextir en 10 kr., en meðan
fjeð er lítið og sjaldgæft, að menn erfi fje á erfingja-
renlu eftir báða foreldra sína, má búast við, að það
komi oft fyrir, að helmingur vaxtanna sje um sinn
minni en 10 kr. og þá leggjast allir vextirnir við höf-
uðstólinn. Enn fremur munu margir ekki hirða um
að taka þá vexti, sem þá ekkert munar um eða sem
þeir þurfa eigi á að halda, heldur láta þá leggjast
við til góðs fyrir eftirkomendur sína, en að binda
1) í lögum um Söfnunarsjóö íslands 10. febr. 188S, 18. gr., segir svor
»Undir aöaldeild Söfnunarsjóösins heyrir deild hinnar æíinlegu erfingja-
rentu, er tekur á móti fje með þeim skilmálum, aö jafnan skuli árlega leggj-
astvið höfuðstólinn liálfir vextirnir af lionum, en liinn helmingurinn falla
árlega til útborgunar til nafngreinds manns sem vaxtaeiganda eða
þeirra, sem vaxtaeigendur verða að innstæðunni eftir hans dag, þvi aö
lii.num nafngreinda vaxtaeiganda látnum eiga allir lögákveðnir erfingjar
hans rjett til, að innstæða sú, er hann var vaxtaeigandi að, skiftist frá
næstu árslokum eftir fráfall hans milli þeirra sem vaxtaeigenda, eftir
þeirri tíltölu, sem fyrirskipuð er um lögerfðir, og getur þá hver þeirra
fengið það, sem honum hlotnast, ílutt í bókum Söfnunarsjóðsins til sin
sem vaxtaeiganda, og sama rjett haía, að hverjum þeirra látnum, allir
lögákveðnir erfingjar hvers þeirra, og sama gildir framvegis við fráfalt
hvers vaxtaeiganda að nokkru af umræddu fje. Sá, sem er vaxtaeigandi
að fje í deild hinnar æfinlegu erfingjarentu, getur ráðstafað vöxtum þeim,
sem höfuðstóllinn ber til næstu ársloka eftir fráfall hans og útborgast
eiga, en lengra ná eigi umráð lians yfir fje þessu«.