Andvari - 01.01.1923, Blaðsíða 69
•Andvari.j
Um framleiðslufje og lífskrafalje.
65
útborgunina við þörf manna þótti ekki tiltækilegt.
Skyldi einhver fá meiri vexti útborgaða en hann
hefur þörf fyrir, þá stendur það ekki til lengdar,
því upphæðin dreitist við fráfall hans. Utborgun á
vöxtum er ekki bundin við það, að menn eigi heima
hjer á landi, bæði af því, að það virðist ekki rjett í
sjálfu sjer, og svo af því, að það sýnist ekki vera
nema gott, að afkomendur íslendinga í útlöndum
hafi ástæðu til að minnast þess með ánægju, að þeir
eru hjeðan ættaðir; höfuðstóllinn er og framleiðslu-
fje, sem alt af er varið hjer á landi. Fje á æfinlegri
erfingjarentu erfa meun jafnaðarlega ekki fyr en þeir
eru orðnir nokkuð ráðnir og rosknir.
16. Það er vitaskuld, að fje á æfinlegri erfingja-
rentu getur ekki verið almenningi til neins veru-
legs gagns, meðan það er lítið og á fárra manna
höndum, en auk nýrra innlaga fer það við vextÍDa
og vaxtavextina ört vaxandi, um leið og það dreifist,
eftir því sem ættirnar kvíslast1). Með því að leggja
fje í erfingjarentu-deildina skerðist ekki eða tak-
m rkast rjettur nokkurs manns og það stendur ekki
á nokkurn hátt í vegi fyrir neinum öðrum ráðstöf-
unum til að bæta kjör fátækra manna eða efla heill
almennings. Hver sem leggur fje í deild hinnar æf-
inlegu erfingjarentu gróðursetur með því það trje, sem
vaxtaeigendurnir á ókomnum öldum geta notið á-
vaxtanna af, og um leið hefur hann sjeð um, að
minningu hans verður haldið á lofti meðal þeirra.
En auk þess að einstakir menn2), þar á meðal
1) Sumar settir kvislast ótrúlega íljótt. Pvi liefur verið lialdið fram,
og er ekki ólíklegt, að það sje rjett, að flestir islenskir menn, sem nú
•eru uppi, muni vera komnir af Jóni biskupi Arasyni, d. 1550.
2) Verið getur, að maður vilji láta eitflivert barn sitt njóta, meðan það